Það munar ekki um það!! Ég byrjaði þetta netrölt i dag á að kíkja á gettonafnagerarann sem Ásta systir var búin að koma fyrir á síðunni sinni og haldiði ekki að ég hafi nú bara fengið nafnið doktor teapot!! fyrr má nú vera, annars passar nafið ansi vel þar sem ég nú vonandi verð doktor eftir rúmt ár og ég ligg núna i endalausri tedrykkju yfir bókunum. Ég er síðan þar seinustu helgi búin að klára tvær pakningar af jólatéi i lausu, restina af hinu teinu i lausu og einn pakka af jólatei i pokum (voðalega hrifin af jólatei þessa dagana, lyktin af því er svo góð) og þar að auki einn kassa með blönduðu teii i pokum). Já, verð nú bara að mæla með því að fólk kíki á síðuna og nái sér i nafn :o)
Annars fór ég í gær og sá dans/rythma sýningu hjá öðru ári i íþróttafræðinni. Voðalelga fínt show þar sem fólk sýndi sínar bestu hliðar, verð að segja að gæðin voru mun betri en sú sem við eigum að venjast úr skólasýningum. Fólk hafði greinilega haft mikið fyrir því að fá allskonar þema og sögur inn í atriðin. Hópurinn hans Brynjulfs tók fyrir Petur Pan, alla sjóræningjana og Kaptein krók. Verð nú að viðurkenna að mér fannst þeir frekar flottir á þvi, heil ósköp af heljarstökkum og allskonar hoppum, þeir náðu líka að blanda svona gamaldags "singing in the rain" atriði inn með regnhlífum (krakkarnir flugu jú með regnhlífum) og ansi góðu atriði með frekar íturvaksinni og skeggjaðri álfastelpu i tutupilsi (man ekki hvað hún heitir..julia roberts lék hana i myndinni)....hrein snilld.
Já, annars er ekki mikið að frétta af stelpunni, frekar upptekin af þessum lestri alltaf hreint en það breytist bráðum, nú er rúm vika i næsta próf og svo er ekki jafn klikkað að lesa fyrir þarnæsta próf. Svo er bara laaaaangt jólafrí framundan i faðmi familíunnar. Ég hlakka svo til.
fimmtudagur, nóvember 25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli