þriðjudagur, nóvember 30

Aftur komin í gírinn

Þá er fjölskyldan mín bæði komin og farin. Það var voðalega gaman og gott að sjá þau öll aftur og tíminn flaug hreinlega áfram á meðan þau voru hérna. Núna eru þau vel geymt á Siglufirði og ég aftur komin á kaf i bækurnar. Næsta próf er á föstudaginn og okkur Berglindi til mikilla ama eru svörin við prófaspurningunum sjaldnast að finna í bókinni okkar eða glósunum og því hálf erfitt að undirbúa sig fyrir þetta fag. Annars er nú bara hálf halló að við skulum yfirleitt eyða stórum hluta heillar annar i atvinnu og umhverfislækningar þegar krakkarnir heima heyra hvergi minnst á fagið, en svona er það svo oft.

Já, en aftur að heimsókninni. Strákarnir voru ekki mikið búnir að breytast síðan síðast, eina breytingin var sú að greyið Guðmundur var orðinn hálf óviss um hver var hver... það er nú ekkert nýtt að ég sé ýmist kölluð Ásta eða Anna, en hann hefur hingað til verið með Brynjulf á hreinu - núna var hann hinsvegar orðin Ámundi ansi oft, til að toppa það svo hélt elskan að Binni væri nú kanski bara pabbi minn :o)

Það var voðalega gaman að leika aðeins við strákana og láta gamla manninn dekra aðeins við sig. Við kíktum aðeins niður i nýhöfn, ég var búin að lofa ljósadýrð og öðru eins (átti að kveikja á jólaljósunum) en það var víst frekar ómerkilegt en í staðinn sáum við heil ósköp af gömlum slökkvuliðsbílum sem vöktu mikinn fögnuð hjá strákunum - ekki minnst hjá þeim elsta :o) Annars var nú mest bara slappað af og tekið því rólega. Núna hlakka ég bara til að koma heim um jólin - ekki nema 18 dagar í það!

Engin ummæli: