föstudagur, nóvember 19

Endalaus gleði

Já elskurnar mínar, ég er búin með patologíu prófið hrottalega og komin i helgarfrí! Ja, svona næstum, þarf að vinna á laugardaginn en ég er amk komin i frí frá bókunum fram á mánudag þar sem næsta törn tekur við. Ég er nú búin að ákveda það að hún á ekki að vera jafn slæm og þessi síðasta. Það gékk nefnilega vonum framar í prófinu og allar svefnlausu næturnar undanfarið því af tilefnislausu (sem betur fer).

Þetta var munnlegt próf og ég lenti auðvitað hjá prófdómara sem var búinn að vera frekar pirraður úti mig í tímum. Hann er einn af þeim sem spyr fullt af spurningum en heldur ekki áfram eða svarar sjálfur þegar enginn úr bekknum svarar. Mér finnst það auðvitað mikil tímasóun og er ekki þolinmóðari en að ég svara oft bara, oftast bara skot úti bláinn. I eitt af þessum skiptum var ég búin að svara 4 eða 5 spurningum í röð og svo heldur hann áfram og ég giska, hann heyrir ekki hvað ég segi og ég fatta hvad ég er að gera og segji æji það var ekkert, hann pumpar mig en ég vil ekki segja það, fannst ég vera búinn að flagga mér aðeins of mikið i þeim tíma núþegar. Hann hefur síðan alltaf kommenterað á það, ég mumli bara og vilji ekki svara og svo hoppar hann yfir mig þegar hann er að láta okkur lýsa sýnum og er alltaf eitthvað að segja.
En mín stóð sig bara vel og það prófið endaði á því að kallinn vill faðma mig. Æji, ég var bara svo dugleg og vissi svo mikið og hans dagur byrjaði bara svo vel með þessu prófi og úff, það var ekki lítið sem hann hrósaði mér - þvílík umbreyting á einum manni! Ég varð nú hálf skelkuð á svipin þegar hann svo knúsaði stelpuna, meiri vitleysan.

En þetta var snilldar byrjun á góðum degi. Ég skellti mér heim og þreif húsið, alltaf svo gott að koma heim og þurfa ekki hafa slæma samvisku yfir því að maður sé ekki að þvo skítugu gólfin og taka til. Svo var bara sett i verslunargírinn - og vel tekið á því, hef ekki verið niðri í bæ lengi lengi lengi. Ég var komin með svo marga poka að ég get ekki hjólað heim en þurfti að taka strætó :o)
Beint úr búðunum fór ég á date með Mæju pæju sem var líka í prófi i gær og við ætluðum að fá okkur bjór til að halda upp á áfangann. Byrjaði voða saklaust, en svo sátum við lengi og það var svo huggulegt, Binni ætlaði svo að hitta okkur en seinkaði svo þetta endaði nú á því að mín fór frekar hál i dansinn. Ég skemmti mér konunglega en ég hugsa að ég hafi aldrei klikkað jafn mikið á skrefunum eins og i gær. Fannst nú samt skynsamlegt að æfa mig i því ástandi sem maður líklegast oftast er í ef maður ætlar að fara úti það að dansa ;o)

Nú er ég svo búin að sitja við tölvuna frá því rúmlega 8 til að svara pósti sem ég hef ekki haft tíma til að svara fyrr en núna. Höfuðið er ekki ennþá komið i lag eftir ölið og ég er svo smátt að fá matarlystina aftur. Ætla að fá mér matarbita og fara svo og fylla vel uppí skápana í eldhúsinu og jafnvel baka pínu. Svo á bara að njóta þess að vera í fríi í dag.


Engin ummæli: