föstudagur, nóvember 26

Von á gestum

Já, þá er kominn föstudagur og niðurstöðurnar úr prófinu sem ég skilaði auðu í eru komnar inn, mín er semsagt búin að ná sér i fyrstu falleinkun ever. Það er svolítið fyndið, sérstaklega þegar þetta var með vilja gert þannig að ég er ekki sú niðurbrotna manneskja sem ég taldi mig verða við þennan atburð. Ég verð bara að muna að hlaupa upp í skóla á eftir og skrá mig i sjúkraprófið, það er víst bara hægt að gera það í dag - ef það klikkar eitthvað ÞÁ verð ég leið.

Annars lítið nýtt, Binni skemmdi eitthvað á sér hnéið i fyrradag við öll þessi hopp þannig að við kúrðum okkur bara saman fyrir framann kassann i gær í staðinn fyrir að fara i dansinn. Það er ekki svo oft að við erum bæði heima í einu, vakandi og ekki upptekin við sitt hvorn hlutinn, must say that I like it.

Já, Pabbi er víst kominn leiðar sinnar til Gautaborgar og kemur til mín annaðkvöld. Ég hlakka voðalega mikið til að hitta strákana aftur. Læt ykkur vita hvað verður brallað þegar að því kemur. Verð að þjóta...

Engin ummæli: