laugardagur, nóvember 6

J-dagur

Já þá er Lárey mætt á svæðið og nóg að gera. Það var svo gaman að sjá hana aftur. Ég sá hana nú ekki fyrr en seint á fimmtudeginum því ég varð að mæta í skólann, svo þurftum við líka að raða vöktum fram yfir áramót og það gengur sjaldan hratt fyrir sig. Fimmtudagskvöldið fór i það að fá allar fréttirnar og stelpu spjalla uppi í sófa hjá Guggu, undir sæng og japlandi á kúlum fra Íslandi. Gæti varla verið betra.

Ég tók mér svo snemma frí á föstudeginum og hitti Lárey niðri i bæ þar sem var kíkt i búðirnar. Við ætluðum nú ekki að versla mikið - ég ætlaði nú mest bara með til að halda á pokunum hennar og vera guide, en endaði nú samt með 2 poka sjálf :o) Við vorum samt voða sparsamar, keyptum ekki einn einasta hlut sem kostaði yfir 300 dkr.
Fórum heim, dáðumst að kaupunum, fengum okkur að borða og hittum siðan Guggu O og Rannveigu á Sankt Hans torgi. Ætluðum bara i rólegan kaffibolla en það var allt fullt allstaðar útaf J-deginum.
J-dagurinn er dagurinn sem jólabjórinn kemur i sölu, og auðvitað verða allir að smakka hann þegar salan byrjar kl 20.59, ekki er verra að fyrstu kassarnir á hverjum bar eru yfirleitt fríir- amk á skólabörunum. Þú sérð sjaldan fleira fólk á djamminu en á j-deginum og svo auðvitað p-deginum (sama, bara páskabjórinn).
Við stelpurnar ætluðum nú bara að vera hinar rólegustu, klíndum okkur samt inn a bar og fengum okkur einn til að smakka, vorum svo að leita annað þegar Tuborg bjór strætóinn bara birtist eins og kallaður og tók okkur með á rúntinn um bæinn og gaf okkur fríann bjór. Hefði nú allt getað endað í svaka djammi, en við vorum meira fyrir tjillið og enduðum á Sterio bar og útrolegt en satt fengum meira að segja sæti :o) Ég var svo sybbin að ég skreið snemma heim, ætlaði líka að lesa fullt i dag áður en ég hitti stelpurnar aftur á eftir, en þær voru eitthvað áfram. Aldrei að vita hvar það endaði- þær eru amk ekki komnar á msn ennþá og klukkan að nálgast 2.

Stefnan er svo að fara út að borða i kvöld og kíkja kannski i eina margarítu eða tvær á Mexibar til að halda upp á daginn á morgun. Ég verð nú samt að setjast niður og lesa nokkrar síður, hef ekki verið með hugann við verkið i morgun og það bæði sést og finnst. Heyrumst

Engin ummæli: