Já tíminn líður sko hratt, ég er að fara i fyrsta prófið á morgun. Reyndar ekki verra en svo að ég mæti, sit i hálftíma og skila auðu svo ég fái að fara i sjúkraprófið i desember ;o) Næsta próf er svo eftir viku, en það er mun alvarlegra mál. Ég komst i panik-mode i dag, fór að spotta (skoða vefjasýni i smásjá) og ég sá að það tekur mig lengri tíma en ég hélt að læra þessi 100 sýni utanað, og þá eru öll stóru sýnin eftir... þetta verður strembin vika. Ég spottaði i fyrsta skipti i gær og varð svo bílveik eftir bara smástund að mín varð að fara heim að faðma klóið. Gékk nú betur i dag, tók því bara rólega og varð bara frekar flökurt.
Jæja, ég ætla að gleypa brennda kjúklinginn minn og sjá hluta af vinum, áður en ég vindi mér aftur i lesturinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli