Þá er ekki seinna vænna en að skella sér i jólaskapið.
Haldiði ekki að stelpan sé bara búin að öllu, allir pakkarnir komnir í pappír, og búið að taka til. Ásta skásta og Ámundi komu i jólagrautinn til mömmu i hádeginu, og viti menn eina jólahefðin sem hefur aldrei verið brotin klikkaði heldur betur áðan, mamma tók sig til og fékk möndluna en ekki ég!
Annars nenni ég ekkert að sitja fyrir framan tölvuna i dag, hef margt betra að gera, ég vildi bara rétt óska ykkur öllum gleðilegrar hátiðar i faðmi fjölskyldunnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Elsku Sigga mín! Takk fyrir skilaboðin. Ég hef það eins og prinsessa hérna heima og er í fullri vinnu við að njóta dvalarinnar. Hafið það gott um áramótin, knús
Skrifa ummæli