sunnudagur, október 10

Það er svo rosalega mikill sunnudagur i mér i dag. Svaf lengur en ég ætlaði en náði nú samt að lesa smá i skólabókunum fyrir hádegi, las inn á milli líka í nýju bókinni hennar Marian Keyes (sú sem skrifaði Sushi for beginners) sem er alveg hægt að mæla með.

Fékk allt í einu þá flugu i höfuðið að ég hefði gott af því að fara i ræktina, og i staðinn fyrir bara að hugsa um það skellti ég mér i snilldar tíma með uppáhalds step-leiðbeinandanda mínum, 2 ár síðan ég fór seinast i tíma hjá henni - skammarlegt en satt. Ég var viss um að lungun á mér myndu springa nokkrum sinnum en það var vel þess virði, ég er búin að svifa á rósrauðu skýji síðan.

Það sem af er degi hef ég svo eytt heima i náttfötum með kveikt á kertum, bara huggulegheit hjá mér. En varð fyrir miklum vonbrigðum með instant café latte blönduna sem ég keypti i vikunni, stendur ekki undir væntingum. Fuss og ojbarasta bara. Náði að lesa það sem ég ætlaði fyrir skólann og hef gripið i hina bókina i pásunum. Nú ætlaði ég svo að planta mér fyrir framan kassann og horfa á stelpu sjónvarp en þá er bara ekkert í gangi. Það er ótrúlegt hvað það er ömurlegt helgarsjónvarp hérna i DK, ekkert virði að horfa á fyrr en eftir miðnætti. Allt einhverjir þreyttir realityþættir eða íþróttir... hvað varð um seriesöndag með endalausum þáttum fyrir okkur stelpurnar? Hefði haldið að með 30 stöðvar að maður gæti fundið eitthvað sniðugt.

Kveð i bili, ætla að skriða upp í rúm og lesa meira i "the other side of the story" Knus og kossar

2 ummæli:

Matta sagði...

Bara að kvitta fyrir mig, ezkan. Lífið gengur sinn vanagang hér í Århus og fólk virðist alveg rólegt yfir því að ég sé ekkert að verða búin með ritgerðina...
Knús og kossar

Unknown sagði...

Hæ Gugga! Var að finna þig. Gerist hér með fastagestur á síðunni þinni! Knús!