föstudagur, október 1

um þjófa, bilaða bíla og kóngulær

Jæja, þá er ég komin aftur. Þessi töf stafaði aldrei þessu vant ekki bara af leti, heldur því að ég er búin ad vera net-laus og þar af leiðandi ansi fötluð hér upp á síðkastið. En núna erum við loksins komin með netaðgang heim i frímerkið.

Það er margt búið ad gerast síðan síðast og hér verður því bara stiklað á stóru. Það merkilegasta er auðvitað það að ég er flutt. Nú bý ég bara steinkast frá bæði vinnunni og Panum (skólanum mínum) og líkar það bara ansi vel, íbúðin er reyndar aðeins minni en sú sem við vorum í, en hvað gerir maður ekki til að fá að sofa næstum heilum hálftíma lengur á morgnana?
Hlutirnir eru svo smátt að komast i réttar skorður í frímerkinu, en það hefur ýmislegt gengið á. Fyrst var rúminu mínu stolið þegar við vorum að flytja... jebb, ekki djók. Einhverjum vegfaranda hefur litist svona líka vel á gripinn að hann hefur tekið hann með sér þessar örfáu mínútur sem við brugðum okkur frá til að ná í meira dót niður. Habba og Hildur settu allt á fullt til þess að hafa hendur i hárinu á glæpamanninum en allt til einskis. Fyrstu nóttunum var því eytt á gólfinu milli allra kassanna.

Svo bilaði flutningabíllinn - auðvitað beint fyrir framan lögguna og akkúrat þegar við vorum of mörg i bílnum. Löggan skipti sér samt ekkert af okkur svo við máttum fara út að ýta, og ansi langt. Hugsuðum næstum því fallega til þjófótta nágrannans á meðan fyrir að losa okkur við hluta af hlassinu :o) En annars var ekki hægt að búast við því að hlutirnir gengu alveg klakklaust fyrir sig þar sem ég á í hlut. Ég er eiginlega bara farin að búast við allskonar óhugsanlegum truflunum i öllu sem ég geri, og ef eitthvað bara getur ekki gerst, þá gerist það samt fyrir mig. Murphy kallinn ætti bara að vita af mér :o)

Svo beið ekkert smá móttökunefnd eftir okkur hérna, fólkið sem bjó hérna á undan okkur er frekað skrýtið og voru svaka sóðar, þegar við komum voru því yfir 50 stórar kóngulær við útidyrnar, aðeins færri inni í gangi og slatti við gluggana líka. Ég sem var á barmi taugaáfalls útaf litlu flugunum á Öresundskollegíinu fannst tilhugsunin um kóngulær i hárinu og matnum frekar óspennandi og dreymdi lengi allskonar kóngulóardrauma. Ég hugsa að ég hafi náð að koma flestum fyrir kattarnef en með þeim afleiðingum að nágrannarnir halda ad ég sé biluð. Þeim fannst amk eitthvað skrýtið við nýju stelpuna sem stóð um miðja nótt og þvoði húsið að utanverðu með gólfmoppu og hoppaði svo af og til i burtu þegar það kom kónguló fljúgandi á móti henni. Síðan hafa þær hlupið frá mér þegar ég birtist á ganginum, en þær eru ekki jafn hræddar við Brynjulf. Það fer nú samt að vera óhætt fyrir ykkur að kíkja i heimsókn, the spiders are under control now.

Já, annars var næsta krísa auðvitað verkefna vörnin 2 dögum eftir flutningana. Þeir sem þekkja til vita að ég er búin að vera að sjást við OSVAL II verkefni i allt sumar og nú er því loksins lokið. Ég náði nú samt að stressa mig vel upp fyrir prófið, held ég hafi hrætt aumingja Binna meira en lítið með skömmum sem hann átti ekki skilið og allskonar stelpu stælum. Vejlederinn minn gleymdi auðvitað prófinu svo ég þurfti að skemmta prófdómaranum þangað til við náðum i gæjann. Það fór samt allt vel að lokum, svo þjáningar sumarsins eru hægt og rólega að gleymast. Endalaus gleði.

Núna er svo allt á hundraði i skólanum, ég hef ekki náð að fylgjast neitt sérstaklega vel með útaf flutningunum og verkefninu, en núna er komið að því að setjast niður og vera dugleg. Næsta próf reyndar strax eftir helgi, þegar Binni komst að því var hann ekki lengi að panta aukavaktir i vinnunni - held að hann hafi verið hræddur um að lenda i klónum á mér i prófskapi dauðans. Ég verð nú að fara að hætta þessu röfli i bili og skella mér i bækurnar. Lofa að bæta vid fréttum núna um helgina.

Rock on....

Engin ummæli: