Já, eins og sjá má er mér kalt, og ekki bara pínu heldur bara heilann helling. Ég er búin að sitja núna skjálfandi i nokkra tíma undir sæng og með trefil að lesa um mengun á grunnvatni og annað álíka skemmtilegt efni. Var að koma úr stuttri vinapásu (á þriðjudögum sýnir norska sjónvarpið gamla þætti um kl 5 og svo heldur danska sjónvarpið áfram með 2 nýlegri þætti um hálf sjö leitið og að lokum er sýndur nýr þáttur á annarri danskri stöð, sannkölluð vinaveisla). Það þýðir samt lítið fyrir mig að leggjast i sjónvarpsgláp i dag, það er víst nóg að lesa fyrir næsta próf. Ég ætla líka að vera dugleg og kíkja í ræktina með Ingu, ég er búin að vera svo ódugleg upp á síðkastið - verður ekki sagt neitt um tímalengd thessarar lægðar.
Laugardagskvöldið endaði á því að við kíktum i Jólatívoliið, það er alltaf stemmning að kíkja, sérstaklega þegar maður er með árskort. Ég á nú eftir að kíkja aftur fyrir jól, endilega látið vita ef ykkur langar með. Svo komu stelpurnar i kökuboð á sunnudeginum, vorum reyndar ekki margar en það var svo huggulegt að vera bara í fríi og japla á allskonar kræsingum inni í hlýjunni. Svo byrjaði lesturinn aftur i gær, næsta próf er 3. desember svo það er nóg að lesa. Pabbi kemur líka næstu helgi og ég verð að vinna eitthvað líka, svo það hverfa nokkrir dagar þar. Mig langar bara að taka því rólega fyrir þetta próf, ekkert gaman að hanga yfir bókunum öll kvöld. Jæja, verð að fara núna svo Inga verði ekki reið :o) bless i bili
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já skvísa... Er ekki frá því að mig langi í jólatívolí og kósýheit.
En í staðinn er ég bara hérna heima að hlakka til að jólabaka með þér þegar þú kemur.
Skrifa ummæli