miðvikudagur, júní 29

Í ferðahug

Það er nú meira hvað tíminn flýgur, ég er ekki einu sinni búin að ná að segja frá fyrsta ferðalaginu fyrr en annað er búið og núna er ferðinni heitið til Íslands i fyrramálið og ennþá ekki komnar neinar myndir eða ferðasögur..uss uss uss!

Ég er orðin voðalega spennt fyrir að koma heim, verður gaman að fara i brúðkaupið hjá Berglindi og Emil og svo er líka kominn mikill ferðahugur í stelpuna. Var að koma heim úr göngustafainnkaupum en ég verð auðvitað að hafa sömu tæki og allir hinir þegar haldið verður á Laugaveginn í byrjun næstu viku. Hálf skrýtið samt að vera að pakka niður ullarnærfötum, húfu og þessháttar þegar það er hið besta sólbaðsveður hérna í Kaupmannahöfn.

Annars verð ég að klára pökkunina og koma mér yfir til Höbbu, við ætlum aðeins að skjótast í ræktina áður en ég hitti Þóru og Grétar, þau eru að flytja frá Odense, en ætla aðeins að skreppa til Tælands fyrst. Væri alveg til í þannig ferðalag sjálf.

Verð með sama gamla íslenska númmer heima ef þið viljið hafa samband eða kanski hitta á stelpuna á meðan ég er heima. Knús i bili

Engin ummæli: