miðvikudagur, júní 15

Sól i Köben

Þá erum við loksins komin með smjörþef af sumrinu hér i Kaupmannahöfn. Það er búið að vera sól og sumar hérna i 2 daga og áfram spáð góðu veðri um helgina, ekki að það komi okkur svo mikið. Brynjulf fer i próf á föstudaginn og svo er bara að koma sér upp á flugvöll því við ætlum að skella okkur til Parísar um helgina. Við höfum sama sem ekkert séð hvort annað svo lengi, fyrst var ég á kafi í prófalestri og svo þegar það var búið byrjaði Binni að lesa fyrir sín próf - og auðvitað er hann líka að vinna á fullu. Hann verður ekki heima á afmælinu sínu svo ég ákvað að bjóða honum bara til Parísar til að halda upp á það. Verður gott að vera bara 2 og geta notið lífsins aðeins langt fjarri þvottavélum og uppvaski :o)

Ég er nú ekki búin að gera neitt svo mikið undanfarið, hef aðeins verið að vinna við símaviðtöl til Íslands. Ég var komin með nóg af spítalanum og vildi gera eitthvað annað i nokkra daga. En ég er fegin því að ég sé að fara að vera búin með læknisfræðina því ég get ekki hugsað mér að þurfa að vinna svona vinnu lengur en i nokkra daga. Nú þarf ég bara að halda morgundaginn út og þá er það allt saman búið líka.

Jamm... hvað á ég að segja meira, það er voðalega lítið í fréttum af mér núna. Ég er samt búin að vera alltof mikið á netinu að reyna að finna stað fyrir brúðkaupið okkar næsta sumar, hef ekki farið að sofa fyrr en 3 a nóttinni því ég er endalaust að leita. Ætli við endum samt ekki bara með eitthvað af því sem ég var búin að finna fyrir löngu en við viljum skoða alla kosti fyrst. Þó það væri gaman að gifta sig heima á Íslandi væri nú þægilegra fyrir okkur að gera þetta hérna i Dk.

Jæja, ætla að halda leitinni áfram. Skrifa meira eftir París :o)

Engin ummæli: