miðvikudagur, júní 1

Seinasta skriflega prófið loksins búið

Já, var að koma heim úr seinasta skriflega prófinu í læknisfræðinni! Prófið var ekkert svo rosalega slæmt en ég var ekki alveg með heilann tengdan svo það er ekki víst að ég fái svo góða einkunn en stelpan ætti nú samt að ná.
Svo gott að þetta sé búið, ég er komin með algjört ógéð á bókasafninu og bókunum og ég hlakka svo til að endurheimta líf mitt. Núna er bara að halda út næstu 2 daga, en ég fer í munnlega/verklega prófið á föstudaginn og svo verður sko djammað. Ætluðum að halda svaka grillveislu hjá Idu en það er bara spáð rigningu svo við endum líklega innandyra. En það verður gott að geta sett allar bækurnar aftur upp i hillu og þurfa ekki að kíkja á neitt fyrr en i haust.

Jæja elskurnar, hugsið nú fallega til mín fram að helginni. Vona að þeir gefi mér góða deild fyrir munnlega prófið fyrst þeir voru svo illkvittnir að senda mig á blóðmeinafræðina i medicin prófinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gangi þér vel stelpan mín.Hugsa til þín. Knús. mamma

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel Gugga mín. Skal senda þér strauma :)

Kv. Una Björg