fimmtudagur, júní 16

Turnusinn kominn

Frá því einhverntímann á næsta ári verð ég að vinna einhverstaðar í Frederiksborgamti (Hilleröd, Helsingör (þar sem Hamlet danaprins átti að búa) eða Frederiksborg). Ég er bara nokkuð sátt en vona virkilega að ég fái Hilleröd sem er ekki nema hálftíma frá Köben og bíður upp á læknaíbúðir fyrir aumingja turnuslæknana.

Svo voru að koma niðurstöður úr skriflega kirurgiu prófinu og stelpan náði líka, sem betur fer því ég lét eitt orð i aðalspurningunni alveg snúa mig útaf laginu og var ekki viss um hvernig þeir myndu meta svörin hjá mér. En ég náði 9 á danska skalanum þannig að allt hitt hlýtur að hafa verið nokkuð rétt hjá mér. Núna er ég amk búin að tryggja það að ég þurfi aldrei aldrei aldrei aftur að fara i skriflegt próf (nema ég fari að læra eitthvað annað).

Jæja, ætla að skella mér downtown að kaupa mér efrur fyrir Parísarferðina á morgun. Binni verður líka að fá frið til að læra aðeins fyrir prófið sitt á morgun.

Lífið er ljúft :o)

3 ummæli:

Asta sagði...

Hvenær kemst þetta á hreint krílið mitt???

Nafnlaus sagði...

Til lukku með þetta Gugginsky :)

Kv. Una Björg

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta Gugga...vonandi var stud i Paris!!! Eg er buin ad vera reyna hringja i tig en kemur bara upp ad tetta se forkert nummer:( Ertu komin med nytt nr??
Lattu heyra i ter skvis
Knus
Gugga O