föstudagur, júní 10

Túttilútti

Ég er voðalega sátt við það að vera komin i frí, mætti samt alveg vera duglegri að slappa af og gera ekki neitt. Ég er aðeins byrjuð að vinna, en það er svo lítið að ég tek varla eftir því. Verst að það á líklega ekki eftir að hafa stór áhrif á stöðuna í bankanum heldur :o)

Við vorum svo heppin að fá smá sól hingað í gær. Markmiðið með því að vinna á kvöldin var nú eiginlega það að geta verið úti i sólinni og gert eitt og annað i góða veðrinu (sem hefur látið fara afskaplega lítið fyrir sér). En dagurinn i gær var yndislegur. Ég fór á fætur um 9, skellti mér yfir til Idu og svo fengum við okkur kaffi úti í garði í sólskini og svo var haldið í búðir. Við vorum eins og 14 ára vinkonur, keyptum okkur eins föt :o) Eftir að hafa þrætt búðirnar borðuðum við svo úti í bakgarði niðri i bæ og svo var bara slappað af þar næstu tímana, ég hefði sko ekki farið heim nema af því að ég var búin að lofa að fara með Höbbu í ræktina.

I dag er aftur orðið skýjað og frekar rigningarlegt. Ég ætla að hitta Þóri i brunsh og svo fer ég að vinna kl 3 svo það verður ekki svo mikið úr þessum föstudegi. Helgin fer líka í að vinna eitthvað en annars held ég bara áfram að dunda mér.

1 ummæli:

Asta sagði...

Mig langar að hanga í sólinni og versla með þér unga mey...

Hvernær ferðu aftur í næsta ferðalag?