föstudagur, júní 3

Ég á mig sjálf!

Loksins er ég búin með prófin og komin i sumarfrí! Ekki fleiri langir dagar á bókasafni dauðans því nú á ég mig sjálf og get fengið að gera eitthvað skemmtilegt.

Ég, sem jú allir vita að er alltaf svo heppin eða þannig, var söm við mig þegar ég hringdi i gær og fékk að vita að ég færi i próf á bæklun i dag - eina fagið sem ég vildi ekki fara í! Eftir 13 tíma i panik á bókasafninu og með smá lestri hérna heima hófst þetta nú allt saman og mér gékk meira að segja vel. En til að gera langa sögu stutta er ég loksins búin með 12.önn og komin i langþráð sumarfrí. (Hér er rigning og súld og ekki spáð betra veðri alla helgina)

Kom bara rétt heim til að skella mér i sturtu áður en ég held til Idu sem heldur rokna grill veislu i rigningunni i kvöld. Krakkarnir biðu eftir okkur með bjór pakkaðann inn i dagblöð og lambrúskó i plastglösum þegar við kláruðum i dag... læknum og starfsfólki spítalans til mikils hrillings og okkur til mikillar ánægju :o)

Vil nota tækifærið og þakka vinum og ættingjum fyrir stuðninginn og fallegu hugsanirnar, þær náðu allar i mark. Þið eruð svo miklar elskur. Jæja, sturtan bíður, verð að þjóta.

Engin ummæli: