veit ekki hvað kom yfir mig, leiðist allt í einu voðalega mikið en nenni ekki að gera neitt til þess að breyta því... búin að lesa bloggin hjá öllum sem ég þekki og líka hjá fólki sem ég i raun og veru þekki ekki baun. Er ég orðin skemmd á því að hafa alltaf of mikið að gera að ég veit ekki hvað ég á að gera af mér þegar ég loksins fæ tíma fyrir sjálfa mig?
Ætla að bregða á það ráð að poppa og gera aðra tilraun til að finna eitthvað i sjónvarpinu...
mánudagur, janúar 31
sunnudagur, janúar 30
Sunnudagsskap
Það er meira hvað tíminn líður stundum hratt. Mér finnst Anna bara nýkomin og núna er elskan líklega að rölta inn í vél á leiðinni heim. Það er búið að vera voðalega gaman hjá okkur systrunum og ég á eftir að sakna hennar mikið.
Héldum verslunarferðunum áfram, aumingja Anna varð að notast við ansi harkalegar aðferðir að koma öllu fyrir i risastóru íþróttatöskunni sem var tóm við komuna hingað i DK. Ég náði nú að hafa meira eða minna stjórn á mér þessa daga, fannst eins og ég fengi pínu í öllu því sem hún keypti og það var bara nóg. En við gerðum nú meira en að hanga i búðum allann daginn. Fórum yfir til Sverige i gær og gengum um Lund og Malmö i kuldanum. Alltaf svo gott að koma aðeins i annað umhverfi en það munar ansi miklu á því hvernig fólkið, húsin og já bara andrúmsloftið er þó ekki sé langt að fara. Svo erum við báðar orðnar ansi duglegar í Settlers sem er skemmtilegasta strategiu spil sem ég hef komist í, því að það er ekkert betra að vera að plotta neitt allt of mikið, okkur til mikillar ánægju en Binna til ama :o)
Það bíða eftir mér ansi margar blaðsíður um lungnasjúkdóma sem ég verð að skima fyrir morgundaginn... þó ég sé sybbin og líklega komin með flensu er ekki seinna vænna að kíkja í bækurnar... nú er nefnilega komið á hreint að mín fer til Tenerife i viku i byrjun mars - ekki nema mánuður í það! Þannig að ég þarf að vera óhemju dugleg á næstunni til að vera búin að vinna mér inn smá frí frá lestrinum þá. Það er alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til :o)
Héldum verslunarferðunum áfram, aumingja Anna varð að notast við ansi harkalegar aðferðir að koma öllu fyrir i risastóru íþróttatöskunni sem var tóm við komuna hingað i DK. Ég náði nú að hafa meira eða minna stjórn á mér þessa daga, fannst eins og ég fengi pínu í öllu því sem hún keypti og það var bara nóg. En við gerðum nú meira en að hanga i búðum allann daginn. Fórum yfir til Sverige i gær og gengum um Lund og Malmö i kuldanum. Alltaf svo gott að koma aðeins i annað umhverfi en það munar ansi miklu á því hvernig fólkið, húsin og já bara andrúmsloftið er þó ekki sé langt að fara. Svo erum við báðar orðnar ansi duglegar í Settlers sem er skemmtilegasta strategiu spil sem ég hef komist í, því að það er ekkert betra að vera að plotta neitt allt of mikið, okkur til mikillar ánægju en Binna til ama :o)
Það bíða eftir mér ansi margar blaðsíður um lungnasjúkdóma sem ég verð að skima fyrir morgundaginn... þó ég sé sybbin og líklega komin með flensu er ekki seinna vænna að kíkja í bækurnar... nú er nefnilega komið á hreint að mín fer til Tenerife i viku i byrjun mars - ekki nema mánuður í það! Þannig að ég þarf að vera óhemju dugleg á næstunni til að vera búin að vinna mér inn smá frí frá lestrinum þá. Það er alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til :o)
miðvikudagur, janúar 26
Tökum við pöntunum!!!
Þá er Anna sys mætt á svæðið og við byrjaðar að versla. Ég er nú búin að standa mig vonum framar, þrátt fyrir fullt af sætum buxum i búðunum er ég alveg búin að halda aftur af mér og ekki búin að kaupa neitt - má samt ekki hrósa happi ennþá, það er víst aðeins meira "sjopping" á dagskránni hjá okkur Önnu. Komum bara heim til að skipta um skó og svo á að halda í hann aftur.
Við Ásta vorum að fá staðfestinu á skálapöntunum okkar fyrir Laugarvegsgöngutúrinn í sumar, við pöntuðum fyrir ca 8 manns, þannig að ykkur skemmtilegu vinum okkar er bara bent á að hafa samband við okkur ef ykkur langar með - helst fyrr en seinna. Ferðin hefst í Landmannalaugum þriðjudaginn 5.júli og lýkur í Þórsmörk á föstudeginum, vorum samt að spá i að vera þar eitthvað jafnvel.
Við Ásta vorum að fá staðfestinu á skálapöntunum okkar fyrir Laugarvegsgöngutúrinn í sumar, við pöntuðum fyrir ca 8 manns, þannig að ykkur skemmtilegu vinum okkar er bara bent á að hafa samband við okkur ef ykkur langar með - helst fyrr en seinna. Ferðin hefst í Landmannalaugum þriðjudaginn 5.júli og lýkur í Þórsmörk á föstudeginum, vorum samt að spá i að vera þar eitthvað jafnvel.
mánudagur, janúar 24
Endurfundir og annað eins
Ég lifði af fyrsta skóladaginn, átti nánast ekki von á því eftir laaaaaanga lestarferð heim frá Þýskalandi í gær. Var búin að treysta á það að geta sofið og lesið á leiðinni en það voru brjálaðir krakkar i vagninum okkar sem rifust og hlupu um allt alla leiðina (11 klst). Þetta var ágætis getnaðarvörn, uff, mig sem var farið að langa í kríli eftir að hafa leikið við Adrian i nokkra daga - skipti alveg um skoðun á blettinum. Það er sem sagt ennþá amk 2 ár í framkvæmdir.. amk eitt ;o)
Það var æðislega gaman að hitta Annie aftur, hún er alltaf jafn hress og skemmtileg. Það voru komin mörg ár síðan síðast en það var eins og við hefðum aldrei skilið. Búin að komast að því að við eigum ótrúlega vel saman i ferðalögum, erum báðar mest á því að vera bara í búðunum :o) þurfum ekkert á meiri menningu að halda! Hrædd um að Nickus (maðurinn hennar) hafi ekki verið alveg jafn hrifinn af búðarröltinu á okkur, vona bara að ég hafi ekki sett þau á hausinn. Við náðum nú líka að kíkja aðeins í kringum okkur og svo hitti ég fullt af vinum þeirra og fór með þeim á allskonar skemmtilega staði. Sem sagt þetta var bara góð ferð.
Núna er svo skólinn byrjaður, ég tek því nú bara með ró fyrstu dagana, Anna systir kemur til mín á morgun og það þýðir ekkert að hanga yfir bókunum þegar maður fær gesti. Svo kemur Brynjulf líka loksins heim úr skíðaferðalaginu langa á morgun... fullt af endurfundum. Já, má nú ekki gleyma því að Sirry, gömul vinkona frá því á barnum í flugstöðinni, er flutt til skamms tíma hingað til DK og svo ótrúlega vill til að hún býr bara í næstu götu :o) Já, heimurinn er nú bara frekar lítill stundum, annars ætlaði hún nú að flytja til Dubai en endaði hér hjá mér. Bara gaman.
Það var æðislega gaman að hitta Annie aftur, hún er alltaf jafn hress og skemmtileg. Það voru komin mörg ár síðan síðast en það var eins og við hefðum aldrei skilið. Búin að komast að því að við eigum ótrúlega vel saman i ferðalögum, erum báðar mest á því að vera bara í búðunum :o) þurfum ekkert á meiri menningu að halda! Hrædd um að Nickus (maðurinn hennar) hafi ekki verið alveg jafn hrifinn af búðarröltinu á okkur, vona bara að ég hafi ekki sett þau á hausinn. Við náðum nú líka að kíkja aðeins í kringum okkur og svo hitti ég fullt af vinum þeirra og fór með þeim á allskonar skemmtilega staði. Sem sagt þetta var bara góð ferð.
Núna er svo skólinn byrjaður, ég tek því nú bara með ró fyrstu dagana, Anna systir kemur til mín á morgun og það þýðir ekkert að hanga yfir bókunum þegar maður fær gesti. Svo kemur Brynjulf líka loksins heim úr skíðaferðalaginu langa á morgun... fullt af endurfundum. Já, má nú ekki gleyma því að Sirry, gömul vinkona frá því á barnum í flugstöðinni, er flutt til skamms tíma hingað til DK og svo ótrúlega vill til að hún býr bara í næstu götu :o) Já, heimurinn er nú bara frekar lítill stundum, annars ætlaði hún nú að flytja til Dubai en endaði hér hjá mér. Bara gaman.
miðvikudagur, janúar 19
Going gone gone
Vildi bara láta vita að ég er að fara til Dresden i fyrramálið fram á sunnudag. Ég verð algjörlega símalaus en það gæti farið svo að ég nái að kíkja á mailið mitt ef það reynist virkileg þörf á að ná i stelpuna.
Búin að vera svakalega dugleg i dag, við Berglind lögðum plan yfir það hvaða blaðsíður á að lesa á hvaða degi alveg fram að prófum.. frekar nákvæmt plan miðað við það að við erum ekki komnar með allar bækurnar ennþá :o)
Hrædd um að tannlæknirinn minn haldi að ég sé heldur betur móðursjúk, það reyndist bara hafa verið einhverjar límklessur sem lostnuðu úr mér um jólin en ekki sjálfar fyllingarnar... svolítið erfitt að útskýra þessa "miklu" tannpínu sem ég hef verið með - var reyndar með ímyndaðan verk núna áðan seinast, svo ég veit nú ekki hvort ég trúi honum alveg.
Must go packing... heyrumst eftir helgi
Búin að vera svakalega dugleg i dag, við Berglind lögðum plan yfir það hvaða blaðsíður á að lesa á hvaða degi alveg fram að prófum.. frekar nákvæmt plan miðað við það að við erum ekki komnar með allar bækurnar ennþá :o)
Hrædd um að tannlæknirinn minn haldi að ég sé heldur betur móðursjúk, það reyndist bara hafa verið einhverjar límklessur sem lostnuðu úr mér um jólin en ekki sjálfar fyllingarnar... svolítið erfitt að útskýra þessa "miklu" tannpínu sem ég hef verið með - var reyndar með ímyndaðan verk núna áðan seinast, svo ég veit nú ekki hvort ég trúi honum alveg.
Must go packing... heyrumst eftir helgi
þriðjudagur, janúar 18
Þetta er allt að koma
I dag vaknaði ég klukkan 9, og var meira að segja komin á fætur og búin að henda í þvottavél fyrir klukkan 10. Ég er að vinna hörðum höndum að því að ná að sofna fyrir kl 5 á nóttinni og fara á fætur nógu snemma, má ekki missa af lestinni til Þýskalands sem fer fyrir allar aldir á fimmtudaginn.
Annars er ég frekar löt i dag, langar mest að snúa aftur upp í rúm og eyða deginum undir feldi með góðri bók (prinsinn er nefnilega i skíðaferðalagi um þessar mundir og því lítið gagn af honum). Er reyndar að fara að hitta Önnu Elísabet á eftir, hún er alltaf jafn skemmtileg og ég hef ekki séð hana i fleiri mánuði svo það verður gaman.
Annars er ég frekar löt i dag, langar mest að snúa aftur upp í rúm og eyða deginum undir feldi með góðri bók (prinsinn er nefnilega i skíðaferðalagi um þessar mundir og því lítið gagn af honum). Er reyndar að fara að hitta Önnu Elísabet á eftir, hún er alltaf jafn skemmtileg og ég hef ekki séð hana i fleiri mánuði svo það verður gaman.
mánudagur, janúar 17
tútillitút
Fríið að verða búið og mín að setja sig i stellingar fyrir næstu önn. Er búin að vera á snatti um bæinn i dag og redda hinu og þessu. Fannst verst að eyða 12.000 kalli í að kaupa nýja útgáfu af bók sem ég átti fyrir, en það þótti víst nauðsynlegt.
Var boðið í mat til Berglindar og Emils i gær, maturinn var voða góður og gaman að sjá þau. Endaði á því að við völdum okkur stakk af bókum til að lesa i vetur, séðar og óséðar, og svo á að leggja plan i vikunni. Það á sko að taka önnina með trompi, en svo er alltaf að bætast við dagar sem ekki verður eytt i lestur, hrúgast inn allskonar uppákomur hjá okkur báðum (segi meira frá þeim þegar það verður neglt niður). Byrjar á því að ég kíki til Dresden um helgina og svo fæ ég heimsókn frá Önnu systir i næstu viku, hlakka mikið til. Svo er slatti af gömlum vinum komnir til Köben eða þá á leiðinni :o) Ætti því að vera nóg að gera á næstunni.
Var boðið í mat til Berglindar og Emils i gær, maturinn var voða góður og gaman að sjá þau. Endaði á því að við völdum okkur stakk af bókum til að lesa i vetur, séðar og óséðar, og svo á að leggja plan i vikunni. Það á sko að taka önnina með trompi, en svo er alltaf að bætast við dagar sem ekki verður eytt i lestur, hrúgast inn allskonar uppákomur hjá okkur báðum (segi meira frá þeim þegar það verður neglt niður). Byrjar á því að ég kíki til Dresden um helgina og svo fæ ég heimsókn frá Önnu systir i næstu viku, hlakka mikið til. Svo er slatti af gömlum vinum komnir til Köben eða þá á leiðinni :o) Ætti því að vera nóg að gera á næstunni.
laugardagur, janúar 15
föstudagur, janúar 14
Komin aftur til Køben
Ég var bara að skríða inn um dyrnar heima og vildi bara láta vita að ég er mætt á svæðið. Fékk nýtt SIM kort á meðan ég var heima og gamla er nú lokað svo mig vantar næstum því öll símanúmmerin hjá vinum og vandamönnum. Sendið mér endilega sms svo ég geti skellt ykkur í minnið á nýja símanum, ég er ennþá með 26801177.
miðvikudagur, janúar 12
Jibbii
Æðislegur dagur í dag, fór með Ástu skástu i Bláfjöll á skíðabretti! Var alveg rosalega gaman hjá okkur og við slösuðum engann í brekkunum, ekki einu sinni okkur sjálfar. Ásta var reyndar eitthvað að reyna að skemma einhver grindverk og svoleiðis - en það er bara eins og við er að búast. Þetta var fyrsta skiptið hennar á bretti og hún stóð sig alveg svakalega vel, tókst meira að segja að beygja í báðar áttir :o)
Ég skelli inn myndum af þessu og öðru þegar ég kem heim til DK, er ekki með rétta forritið hérna hjá mömmu. Ég var voða fín, í glænýju brettabuxunum og svo i eldgömlum, alltof stórum, vindjakka sem ég átti einhverntímann í gagnfræðaskóla, toppaði svo lúkkið i gamalli lopapeysu af mömmu og með bleikan flístrefill af Önnu systir! Já, svona er þetta þegar maður býr í ferðatösku í heilann mánuð og farangurstakmörk útiloka að maður komist með mikið meira en til landsins en jólagjafirnar til fjölskyldunnar :o)
Ég skelli inn myndum af þessu og öðru þegar ég kem heim til DK, er ekki með rétta forritið hérna hjá mömmu. Ég var voða fín, í glænýju brettabuxunum og svo i eldgömlum, alltof stórum, vindjakka sem ég átti einhverntímann í gagnfræðaskóla, toppaði svo lúkkið i gamalli lopapeysu af mömmu og með bleikan flístrefill af Önnu systir! Já, svona er þetta þegar maður býr í ferðatösku í heilann mánuð og farangurstakmörk útiloka að maður komist með mikið meira en til landsins en jólagjafirnar til fjölskyldunnar :o)
þriðjudagur, janúar 11
Rusl og drusl
Það klikkaði heldur betur skíðaferðin, það var ekki opnað á skíðasvæðunum í gær vegna veðurs :o( En það er ekki alveg öll von úti enn, erum að vona að það verði hægt að fara á skíði i vikunni. Við systurnar fórum bara að versla i staðinn, alltaf hægt að redda deginum þannig, tókum okkur svo til og vorum voða húsmæðurslegar, saumuðum töskur og gömlum fötum og breyttum öllu i stofunni hjá mömmu, orðið voða fínt hjá henni núna.
Annars er bara gott að frétta af stelpunni, bíð spennt eftir að vita í hvaða bekk ég lendi svo ég geti skrifað inn stundaskrána hjá mér og planað svolítið lengur fram í tímann (er orðin voða dönsk að þessu leiti).
Ætlaði bara rétt að kasta kveðju á ykkur, er búin að vera i kössunum uppi á lofti í morgun, búið að rýma mikið til hjá mömmu en er komin með meira en nóg í yfirvigt i staðinn :o) Þurftum að fara i ruslaferð um bæinn i gær til að losa okkur við hitt og þetta, klikkuðum nefnilega aðeins á Sorpu kerfinu. Jæja, ég ætla að skella mér i sturtu svo ég geti hitt Guggu O i bænum. Ætla svo að kíkja með henni til Láreyjar i kvöld og skoða Viktor litla.
Annars er bara gott að frétta af stelpunni, bíð spennt eftir að vita í hvaða bekk ég lendi svo ég geti skrifað inn stundaskrána hjá mér og planað svolítið lengur fram í tímann (er orðin voða dönsk að þessu leiti).
Ætlaði bara rétt að kasta kveðju á ykkur, er búin að vera i kössunum uppi á lofti í morgun, búið að rýma mikið til hjá mömmu en er komin með meira en nóg í yfirvigt i staðinn :o) Þurftum að fara i ruslaferð um bæinn i gær til að losa okkur við hitt og þetta, klikkuðum nefnilega aðeins á Sorpu kerfinu. Jæja, ég ætla að skella mér i sturtu svo ég geti hitt Guggu O i bænum. Ætla svo að kíkja með henni til Láreyjar i kvöld og skoða Viktor litla.
laugardagur, janúar 8
Já heppnin lætur bíða eitthvað eftir sér
Þá er ég búin að skila elskunni minni aftur til Danmerkur núna i morgun og ég sakna hans strax. Var að spá í að sofa yfir mig svo hann myndi missa af fluginu i morgun, en svo ákvað ég nú bara að vera sæt og góð og fara á fætur þó svo að klukkan væri ekki einu sinni orðin 5! Þetta er í eina skiptið síðan ég kom að ég hálf saknaði þess að mamma búi ekki lengur i Njarðvík.
Ég á ennþá 5 daga eftir á klakanum til að leika mér áður en ég held aftur til Baunalands. Var að vonast til þess að fá eitthvað gott og skemmtilegt útúr þessum dögum, held því að ég neyðist til þess að snúa sólarhringnum aftur við og hætta þessum heimsóknum mínum í Símann. Núna er ég búin að mæta 9 sinnum á staðinn, hélt að allt væri búið i 8. skiptið því þá fékk ég nýjan síma og var bara afar lukkuleg með það, en viti menn auðvitað var greyið læst og því ekki nothæfur i DK, ég varð því að snúa aftur á Símann í gær. Held að strákarnir hafi kippt þessu i lag fyrir mig þá, en ég þori varla að skipta um kort og sjá hvort það virkaði. Það lítur amk út fyrir það að þessi heppni sem ég ætlaði að láta fylgja mér á árinu láti eitthvað bíða eftir sér.
Við Ásta ætlum samt að fá gott veður á mánudaginn og skella okkur i Bláfjöll. Við ætlum að leigja okkur bretti og svo hræða alla hina i brekkunum með vankunnáttu okkar til að stýra þeim. Pláss fyrir fleiri ef einhver þorir með! Gæti líka orðið hættulegt á götum bæjarins i kvöld, mér skilst á fólki að ég muni djamma mikið i kvöld :o) Annars ætla ég sjálf bara að sjá hvað setur...
Ég á ennþá 5 daga eftir á klakanum til að leika mér áður en ég held aftur til Baunalands. Var að vonast til þess að fá eitthvað gott og skemmtilegt útúr þessum dögum, held því að ég neyðist til þess að snúa sólarhringnum aftur við og hætta þessum heimsóknum mínum í Símann. Núna er ég búin að mæta 9 sinnum á staðinn, hélt að allt væri búið i 8. skiptið því þá fékk ég nýjan síma og var bara afar lukkuleg með það, en viti menn auðvitað var greyið læst og því ekki nothæfur i DK, ég varð því að snúa aftur á Símann í gær. Held að strákarnir hafi kippt þessu i lag fyrir mig þá, en ég þori varla að skipta um kort og sjá hvort það virkaði. Það lítur amk út fyrir það að þessi heppni sem ég ætlaði að láta fylgja mér á árinu láti eitthvað bíða eftir sér.
Við Ásta ætlum samt að fá gott veður á mánudaginn og skella okkur i Bláfjöll. Við ætlum að leigja okkur bretti og svo hræða alla hina i brekkunum með vankunnáttu okkar til að stýra þeim. Pláss fyrir fleiri ef einhver þorir með! Gæti líka orðið hættulegt á götum bæjarins i kvöld, mér skilst á fólki að ég muni djamma mikið i kvöld :o) Annars ætla ég sjálf bara að sjá hvað setur...
þriðjudagur, janúar 4
Blaðinu snúið við...
Komið nýtt ár og nóg að gera. Nýja árið leggst bara vel í mig, byrjuð að plana allskonar skemmtilegar uppákomur langt fram í tímann, hrædd um að það verði bara frekar spennandi ár hjá mér.
Núna er ég að vasast i öllum kössunum sem ég hef verið með i geymslu hjá gömlu. Það er hrein snilld að skoða hvaða drasli ég hef sankað af mér. Þó ég sé alltaf voða dugleg að henda gömlu dóti er ég samt búin að finna fullt af drasli. Ég er með margra ára stafla af dagbókum, allskonar myndum og gömlum bréfum sem ég bara get ekki hennt. Svo hef ég greinilega geymt allskonar mynjagripi frá gömlum glæðum, maður er nú meiri vitleysingurinn :0) Svo fann ég líka fullt af gömlum skólabókum, hef augljóslega ætlað mér að fara yfir stafsetningar reglur og málfræði (held að það veiti ekki af því) og stærðfræði úr gagganum, en það hefur bara einhvernveginn aldrei gefist tækifæri á því!! DA! Pabbi var að fara norður áðan og ég hennti þessu öllu í hann og vona að hann skili þessu í skólann svo ég brenni ekki upp i helvíti :o) Það hlýtur samt að gefa stig að þetta voru skólabækur sem ég stal...
Já, það er nú ekki frá svo miklu að segja núna, Binni er kominn á klakann og svo er pabbi, Magga og stákarnir búin að vera hérna fyrir sunnan síðan um áramótin þannig að ég er mikið bara búin að vera að leika við fjölskylduna. Hef aðeins leikið við Guggu, Þóri og Lárey, farið slatta i sund og tók svo bara frekar rólegt áramóta tjútt með Ingu Jónu, Maríu og Beggu. Tók sérstaklega vel eftir því um áramótin hvað íslenskir kallar eru illa upp aldir, þvílík hegðun. Þeir sem voru ekki með lúkurnar útum allt voru voðafyndnir eitthvað, eins og gæjanum sem fannst svakalega sniðugt að drekka rommið sitt upp úr hettunni á jakkanum mínum!! Ég hefði nú kanski verið með meiri húmor fyrir honum hefði ég ekki verið nánast aledrú. Mín var svo heppin að fá endann á blysi í augað rétt eftir miðnætti og varð því að taka góða pásu til að skola augað upp úr mjólk og datt einhvern veginn úr öllu djamm stuði þá. Já, svona gat ég verið óheppin, annars er það allt breitt núna, var að spá í að bara heppin í ár :o)
Núna er ég að vasast i öllum kössunum sem ég hef verið með i geymslu hjá gömlu. Það er hrein snilld að skoða hvaða drasli ég hef sankað af mér. Þó ég sé alltaf voða dugleg að henda gömlu dóti er ég samt búin að finna fullt af drasli. Ég er með margra ára stafla af dagbókum, allskonar myndum og gömlum bréfum sem ég bara get ekki hennt. Svo hef ég greinilega geymt allskonar mynjagripi frá gömlum glæðum, maður er nú meiri vitleysingurinn :0) Svo fann ég líka fullt af gömlum skólabókum, hef augljóslega ætlað mér að fara yfir stafsetningar reglur og málfræði (held að það veiti ekki af því) og stærðfræði úr gagganum, en það hefur bara einhvernveginn aldrei gefist tækifæri á því!! DA! Pabbi var að fara norður áðan og ég hennti þessu öllu í hann og vona að hann skili þessu í skólann svo ég brenni ekki upp i helvíti :o) Það hlýtur samt að gefa stig að þetta voru skólabækur sem ég stal...
Já, það er nú ekki frá svo miklu að segja núna, Binni er kominn á klakann og svo er pabbi, Magga og stákarnir búin að vera hérna fyrir sunnan síðan um áramótin þannig að ég er mikið bara búin að vera að leika við fjölskylduna. Hef aðeins leikið við Guggu, Þóri og Lárey, farið slatta i sund og tók svo bara frekar rólegt áramóta tjútt með Ingu Jónu, Maríu og Beggu. Tók sérstaklega vel eftir því um áramótin hvað íslenskir kallar eru illa upp aldir, þvílík hegðun. Þeir sem voru ekki með lúkurnar útum allt voru voðafyndnir eitthvað, eins og gæjanum sem fannst svakalega sniðugt að drekka rommið sitt upp úr hettunni á jakkanum mínum!! Ég hefði nú kanski verið með meiri húmor fyrir honum hefði ég ekki verið nánast aledrú. Mín var svo heppin að fá endann á blysi í augað rétt eftir miðnætti og varð því að taka góða pásu til að skola augað upp úr mjólk og datt einhvern veginn úr öllu djamm stuði þá. Já, svona gat ég verið óheppin, annars er það allt breitt núna, var að spá í að bara heppin í ár :o)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)