Æðislegur dagur í dag, fór með Ástu skástu i Bláfjöll á skíðabretti! Var alveg rosalega gaman hjá okkur og við slösuðum engann í brekkunum, ekki einu sinni okkur sjálfar. Ásta var reyndar eitthvað að reyna að skemma einhver grindverk og svoleiðis - en það er bara eins og við er að búast. Þetta var fyrsta skiptið hennar á bretti og hún stóð sig alveg svakalega vel, tókst meira að segja að beygja í báðar áttir :o)
Ég skelli inn myndum af þessu og öðru þegar ég kem heim til DK, er ekki með rétta forritið hérna hjá mömmu. Ég var voða fín, í glænýju brettabuxunum og svo i eldgömlum, alltof stórum, vindjakka sem ég átti einhverntímann í gagnfræðaskóla, toppaði svo lúkkið i gamalli lopapeysu af mömmu og með bleikan flístrefill af Önnu systir! Já, svona er þetta þegar maður býr í ferðatösku í heilann mánuð og farangurstakmörk útiloka að maður komist með mikið meira en til landsins en jólagjafirnar til fjölskyldunnar :o)
miðvikudagur, janúar 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Wupsy, audvitad! Anna er ekkert hrifin af bleiku, datt bara ekki i hug ad mamma ætti svona trefil. Hermed leidrett...
Skrifa ummæli