I dag vaknaði ég klukkan 9, og var meira að segja komin á fætur og búin að henda í þvottavél fyrir klukkan 10. Ég er að vinna hörðum höndum að því að ná að sofna fyrir kl 5 á nóttinni og fara á fætur nógu snemma, má ekki missa af lestinni til Þýskalands sem fer fyrir allar aldir á fimmtudaginn.
Annars er ég frekar löt i dag, langar mest að snúa aftur upp í rúm og eyða deginum undir feldi með góðri bók (prinsinn er nefnilega i skíðaferðalagi um þessar mundir og því lítið gagn af honum). Er reyndar að fara að hitta Önnu Elísabet á eftir, hún er alltaf jafn skemmtileg og ég hef ekki séð hana i fleiri mánuði svo það verður gaman.
þriðjudagur, janúar 18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli