þriðjudagur, janúar 4

Blaðinu snúið við...

Komið nýtt ár og nóg að gera. Nýja árið leggst bara vel í mig, byrjuð að plana allskonar skemmtilegar uppákomur langt fram í tímann, hrædd um að það verði bara frekar spennandi ár hjá mér.

Núna er ég að vasast i öllum kössunum sem ég hef verið með i geymslu hjá gömlu. Það er hrein snilld að skoða hvaða drasli ég hef sankað af mér. Þó ég sé alltaf voða dugleg að henda gömlu dóti er ég samt búin að finna fullt af drasli. Ég er með margra ára stafla af dagbókum, allskonar myndum og gömlum bréfum sem ég bara get ekki hennt. Svo hef ég greinilega geymt allskonar mynjagripi frá gömlum glæðum, maður er nú meiri vitleysingurinn :0) Svo fann ég líka fullt af gömlum skólabókum, hef augljóslega ætlað mér að fara yfir stafsetningar reglur og málfræði (held að það veiti ekki af því) og stærðfræði úr gagganum, en það hefur bara einhvernveginn aldrei gefist tækifæri á því!! DA! Pabbi var að fara norður áðan og ég hennti þessu öllu í hann og vona að hann skili þessu í skólann svo ég brenni ekki upp i helvíti :o) Það hlýtur samt að gefa stig að þetta voru skólabækur sem ég stal...

Já, það er nú ekki frá svo miklu að segja núna, Binni er kominn á klakann og svo er pabbi, Magga og stákarnir búin að vera hérna fyrir sunnan síðan um áramótin þannig að ég er mikið bara búin að vera að leika við fjölskylduna. Hef aðeins leikið við Guggu, Þóri og Lárey, farið slatta i sund og tók svo bara frekar rólegt áramóta tjútt með Ingu Jónu, Maríu og Beggu. Tók sérstaklega vel eftir því um áramótin hvað íslenskir kallar eru illa upp aldir, þvílík hegðun. Þeir sem voru ekki með lúkurnar útum allt voru voðafyndnir eitthvað, eins og gæjanum sem fannst svakalega sniðugt að drekka rommið sitt upp úr hettunni á jakkanum mínum!! Ég hefði nú kanski verið með meiri húmor fyrir honum hefði ég ekki verið nánast aledrú. Mín var svo heppin að fá endann á blysi í augað rétt eftir miðnætti og varð því að taka góða pásu til að skola augað upp úr mjólk og datt einhvern veginn úr öllu djamm stuði þá. Já, svona gat ég verið óheppin, annars er það allt breitt núna, var að spá í að bara heppin í ár :o)

Engin ummæli: