Það klikkaði heldur betur skíðaferðin, það var ekki opnað á skíðasvæðunum í gær vegna veðurs :o( En það er ekki alveg öll von úti enn, erum að vona að það verði hægt að fara á skíði i vikunni. Við systurnar fórum bara að versla i staðinn, alltaf hægt að redda deginum þannig, tókum okkur svo til og vorum voða húsmæðurslegar, saumuðum töskur og gömlum fötum og breyttum öllu i stofunni hjá mömmu, orðið voða fínt hjá henni núna.
Annars er bara gott að frétta af stelpunni, bíð spennt eftir að vita í hvaða bekk ég lendi svo ég geti skrifað inn stundaskrána hjá mér og planað svolítið lengur fram í tímann (er orðin voða dönsk að þessu leiti).
Ætlaði bara rétt að kasta kveðju á ykkur, er búin að vera i kössunum uppi á lofti í morgun, búið að rýma mikið til hjá mömmu en er komin með meira en nóg í yfirvigt i staðinn :o) Þurftum að fara i ruslaferð um bæinn i gær til að losa okkur við hitt og þetta, klikkuðum nefnilega aðeins á Sorpu kerfinu. Jæja, ég ætla að skella mér i sturtu svo ég geti hitt Guggu O i bænum. Ætla svo að kíkja með henni til Láreyjar i kvöld og skoða Viktor litla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Elsku Sigga min, takk fyrir kommentin. Mér var nú hugsað til þín þegar við sátum og saumuðum :o) Á að skila til Þín kveðju héðan líka, ferðu ekki bráðum að koma og heimsækja okkur i DK? Knús GUGGAN
Það er skíðadagur í dag...
Skrifa ummæli