miðvikudagur, janúar 19

Going gone gone

Vildi bara láta vita að ég er að fara til Dresden i fyrramálið fram á sunnudag. Ég verð algjörlega símalaus en það gæti farið svo að ég nái að kíkja á mailið mitt ef það reynist virkileg þörf á að ná i stelpuna.

Búin að vera svakalega dugleg i dag, við Berglind lögðum plan yfir það hvaða blaðsíður á að lesa á hvaða degi alveg fram að prófum.. frekar nákvæmt plan miðað við það að við erum ekki komnar með allar bækurnar ennþá :o)

Hrædd um að tannlæknirinn minn haldi að ég sé heldur betur móðursjúk, það reyndist bara hafa verið einhverjar límklessur sem lostnuðu úr mér um jólin en ekki sjálfar fyllingarnar... svolítið erfitt að útskýra þessa "miklu" tannpínu sem ég hef verið með - var reyndar með ímyndaðan verk núna áðan seinast, svo ég veit nú ekki hvort ég trúi honum alveg.

Must go packing... heyrumst eftir helgi

1 ummæli:

Asta sagði...

Góða ferð og skemmtun skvísa mín.

Iss, iss þessi tannlæknir er bara að plata þig. Það er nú frekar hallærislegt að fara til tannlæknis tannpínulaus og vera síðan handónýtur það sem eftir er.

Hef heyrt að það sé snilld að fara í tannlæknaferð til annarra landa. Sérstaklega ef maður ætlar að standa i stórræðum, þá borgar mismunurinn á tannlæknakostnaði upp ferðina. :o) Mig dreymir um það... hehe