sunnudagur, janúar 30

Sunnudagsskap

Það er meira hvað tíminn líður stundum hratt. Mér finnst Anna bara nýkomin og núna er elskan líklega að rölta inn í vél á leiðinni heim. Það er búið að vera voðalega gaman hjá okkur systrunum og ég á eftir að sakna hennar mikið.

Héldum verslunarferðunum áfram, aumingja Anna varð að notast við ansi harkalegar aðferðir að koma öllu fyrir i risastóru íþróttatöskunni sem var tóm við komuna hingað i DK. Ég náði nú að hafa meira eða minna stjórn á mér þessa daga, fannst eins og ég fengi pínu í öllu því sem hún keypti og það var bara nóg. En við gerðum nú meira en að hanga i búðum allann daginn. Fórum yfir til Sverige i gær og gengum um Lund og Malmö i kuldanum. Alltaf svo gott að koma aðeins i annað umhverfi en það munar ansi miklu á því hvernig fólkið, húsin og já bara andrúmsloftið er þó ekki sé langt að fara. Svo erum við báðar orðnar ansi duglegar í Settlers sem er skemmtilegasta strategiu spil sem ég hef komist í, því að það er ekkert betra að vera að plotta neitt allt of mikið, okkur til mikillar ánægju en Binna til ama :o)

Það bíða eftir mér ansi margar blaðsíður um lungnasjúkdóma sem ég verð að skima fyrir morgundaginn... þó ég sé sybbin og líklega komin með flensu er ekki seinna vænna að kíkja í bækurnar... nú er nefnilega komið á hreint að mín fer til Tenerife i viku i byrjun mars - ekki nema mánuður í það! Þannig að ég þarf að vera óhemju dugleg á næstunni til að vera búin að vinna mér inn smá frí frá lestrinum þá. Það er alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til :o)

Engin ummæli: