mánudagur, janúar 24

Endurfundir og annað eins

Ég lifði af fyrsta skóladaginn, átti nánast ekki von á því eftir laaaaaanga lestarferð heim frá Þýskalandi í gær. Var búin að treysta á það að geta sofið og lesið á leiðinni en það voru brjálaðir krakkar i vagninum okkar sem rifust og hlupu um allt alla leiðina (11 klst). Þetta var ágætis getnaðarvörn, uff, mig sem var farið að langa í kríli eftir að hafa leikið við Adrian i nokkra daga - skipti alveg um skoðun á blettinum. Það er sem sagt ennþá amk 2 ár í framkvæmdir.. amk eitt ;o)

Það var æðislega gaman að hitta Annie aftur, hún er alltaf jafn hress og skemmtileg. Það voru komin mörg ár síðan síðast en það var eins og við hefðum aldrei skilið. Búin að komast að því að við eigum ótrúlega vel saman i ferðalögum, erum báðar mest á því að vera bara í búðunum :o) þurfum ekkert á meiri menningu að halda! Hrædd um að Nickus (maðurinn hennar) hafi ekki verið alveg jafn hrifinn af búðarröltinu á okkur, vona bara að ég hafi ekki sett þau á hausinn. Við náðum nú líka að kíkja aðeins í kringum okkur og svo hitti ég fullt af vinum þeirra og fór með þeim á allskonar skemmtilega staði. Sem sagt þetta var bara góð ferð.

Núna er svo skólinn byrjaður, ég tek því nú bara með ró fyrstu dagana, Anna systir kemur til mín á morgun og það þýðir ekkert að hanga yfir bókunum þegar maður fær gesti. Svo kemur Brynjulf líka loksins heim úr skíðaferðalaginu langa á morgun... fullt af endurfundum. Já, má nú ekki gleyma því að Sirry, gömul vinkona frá því á barnum í flugstöðinni, er flutt til skamms tíma hingað til DK og svo ótrúlega vill til að hún býr bara í næstu götu :o) Já, heimurinn er nú bara frekar lítill stundum, annars ætlaði hún nú að flytja til Dubai en endaði hér hjá mér. Bara gaman.

Engin ummæli: