laugardagur, janúar 8

Já heppnin lætur bíða eitthvað eftir sér

Þá er ég búin að skila elskunni minni aftur til Danmerkur núna i morgun og ég sakna hans strax. Var að spá í að sofa yfir mig svo hann myndi missa af fluginu i morgun, en svo ákvað ég nú bara að vera sæt og góð og fara á fætur þó svo að klukkan væri ekki einu sinni orðin 5! Þetta er í eina skiptið síðan ég kom að ég hálf saknaði þess að mamma búi ekki lengur i Njarðvík.

Ég á ennþá 5 daga eftir á klakanum til að leika mér áður en ég held aftur til Baunalands. Var að vonast til þess að fá eitthvað gott og skemmtilegt útúr þessum dögum, held því að ég neyðist til þess að snúa sólarhringnum aftur við og hætta þessum heimsóknum mínum í Símann. Núna er ég búin að mæta 9 sinnum á staðinn, hélt að allt væri búið i 8. skiptið því þá fékk ég nýjan síma og var bara afar lukkuleg með það, en viti menn auðvitað var greyið læst og því ekki nothæfur i DK, ég varð því að snúa aftur á Símann í gær. Held að strákarnir hafi kippt þessu i lag fyrir mig þá, en ég þori varla að skipta um kort og sjá hvort það virkaði. Það lítur amk út fyrir það að þessi heppni sem ég ætlaði að láta fylgja mér á árinu láti eitthvað bíða eftir sér.

Við Ásta ætlum samt að fá gott veður á mánudaginn og skella okkur i Bláfjöll. Við ætlum að leigja okkur bretti og svo hræða alla hina i brekkunum með vankunnáttu okkar til að stýra þeim. Pláss fyrir fleiri ef einhver þorir með! Gæti líka orðið hættulegt á götum bæjarins i kvöld, mér skilst á fólki að ég muni djamma mikið i kvöld :o) Annars ætla ég sjálf bara að sjá hvað setur...

Engin ummæli: