Þá er Anna sys mætt á svæðið og við byrjaðar að versla. Ég er nú búin að standa mig vonum framar, þrátt fyrir fullt af sætum buxum i búðunum er ég alveg búin að halda aftur af mér og ekki búin að kaupa neitt - má samt ekki hrósa happi ennþá, það er víst aðeins meira "sjopping" á dagskránni hjá okkur Önnu. Komum bara heim til að skipta um skó og svo á að halda í hann aftur.
Við Ásta vorum að fá staðfestinu á skálapöntunum okkar fyrir Laugarvegsgöngutúrinn í sumar, við pöntuðum fyrir ca 8 manns, þannig að ykkur skemmtilegu vinum okkar er bara bent á að hafa samband við okkur ef ykkur langar með - helst fyrr en seinna. Ferðin hefst í Landmannalaugum þriðjudaginn 5.júli og lýkur í Þórsmörk á föstudeginum, vorum samt að spá i að vera þar eitthvað jafnvel.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Svo má náttla líka hitta okkur í Þórsmörkinni.
þegar stórt er spurt er lítið um svör!!
ég veit ekkert hvernig sumarið hjá mér verður, verð amk heima i byrjun júli og annað er óvist, er í prófum til ca 17.júni og svo er reunion i Noregi um miðjan águst og því óljóst hvort ég geti fengið vinnu í svona stuttan tíma... læt vita þegar ég veit meira.
GUGGAN
Ég er sko til en verð að setja fyrirvara á þáttöku mína, hef nefnilega ekki hugmynd hvar ég verð niðurkominn í sumar. Ef ég verð á fróni þá er ég sko með (",)
Vei! frabært! Thetta verdur allt neglt nidur med vorinu...
Skrifa ummæli