mánudagur, janúar 17

tútillitút

Fríið að verða búið og mín að setja sig i stellingar fyrir næstu önn. Er búin að vera á snatti um bæinn i dag og redda hinu og þessu. Fannst verst að eyða 12.000 kalli í að kaupa nýja útgáfu af bók sem ég átti fyrir, en það þótti víst nauðsynlegt.

Var boðið í mat til Berglindar og Emils i gær, maturinn var voða góður og gaman að sjá þau. Endaði á því að við völdum okkur stakk af bókum til að lesa i vetur, séðar og óséðar, og svo á að leggja plan i vikunni. Það á sko að taka önnina með trompi, en svo er alltaf að bætast við dagar sem ekki verður eytt i lestur, hrúgast inn allskonar uppákomur hjá okkur báðum (segi meira frá þeim þegar það verður neglt niður). Byrjar á því að ég kíki til Dresden um helgina og svo fæ ég heimsókn frá Önnu systir i næstu viku, hlakka mikið til. Svo er slatti af gömlum vinum komnir til Köben eða þá á leiðinni :o) Ætti því að vera nóg að gera á næstunni.



Engin ummæli: