mánudagur, desember 31

Gleðilega hátið

Við erum búin að hafa það svo gott hjá mömmu um jólin og núna er verið að taka sama pakkann hjá pabba á Sigló. Komumst norður rétt fyrir óveður og búin að hafa það fínt. Tókum forskot á áramótin í gær hjá Valdísi í svaka kalkúnaboði, en ég var svo þreytt eftir aksturinn fyrrinóttina að ég bailaði á ballinu með Páli Óskari... hefði nú verið gaman að fara.

Nú er svo bara tekið því með ró í dag og látið dekra við sig, svo á að áramótast aðeins á eftir og heimsækja fólk á morgun og sína piltinn.

Jæja, mínar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár!

föstudagur, desember 14

Praktískar upplýsingar

Ég verð hjá mömmu yfir jólin en fer til pabba um áramótin, svo verð ég aftur hjá mömmu áður en ég fer aftur út 8.jan snemma.

Síminn hjá mömmu: 4213549 og adressan: Hjarðarhagi 43, 107 Rvk.
Síminn hjá pabba: 4671367
Síminn minn á Íslandi: 8671482 (þarf að opna fyrir hann fyrst)

Þá er hægt að ná í mig :o)

Lengi síðan seinast

Já, þessi síða hefur heldur betur legið á hakanum, ef þið viljið fréttir þá er líklegast að finna þær á heimasíðu litla prinsins www.barnanet.is/litlastorakrili

Ég er að byrja að pakka fyrir ferðina til Íslands, við mæðginin förum heim á mánudaginn og svo kemur pabbinn á eftir rúmum sólarhring seinna. Hann er núna á Bretlandi á einhverskonar ráðstefnu svo við erum bara ein heima. Sá stutti ákvað að nota tækifærið og stríða mömmu sinni með því að gráta frá 10 til 4 tvær nætur í röð.

Það lá við að ferðinni heim yrði frestað. Í gær kom í ljós að ég þyrfti að fara í smá aðgerð. Alveg týpiskt fyrir mig að flækja málin aðeins, svona fyrst það var hægt. Mér tókst að fá aðgerðinni frestað þangað til ég kem aftur út og nú vona ég bara að ekkert komi uppá heima.

Annars erum við bara hress og ánægð hérna í Helsingör.

miðvikudagur, nóvember 7

Orðin stór



Sunna og Óli eignuðust loksins fyrsta erfingjann í gærkvöldi. Óska þeim innilega til hamingju með fallegan dreng. Bíð nú voðalega spennt eftir að fá grænt ljós til að heimsækja þau.


Annars var ég að vona að Sunna hefði getað setið á sér fram yfir miðnætti svo að ég fengi prinsinn i afmælisgjöf.


Trabantinn er 50 ára i dag svo ég er bara unglamb miðað við hann, líður líka alveg eins og þegar ég var 16. Mér finnst ég ekkert vera orðin gömul en skrítið samt að vera orðin þrítug... man þegar ég var krakki þá var það heldur betur fullorðið fólk.


Anna systir er búin að vera hjá mér núna í tæpar 2 vikur, búið að vera svo gott að hafa hana hérna. Pabbi og co eru líka nokkuð nýfarin aftur til Íslands. Tíminn flýgur bara áfram og áður en ég veit verður allur gestagangurinn bara búinn. Það er búið að vera yndislegt að fá allt fólkið sitt í heimsókn og ég á eftir að sakna þeirra mikið, en á sama tíma er kanski komið að því að ég þurfi að hvíla mig aðeins á daginn og dunda mér bara með litla prinsinum. Ég hef nefnilega ekkert breyst frá því að ég var lítil baun, finnst ég alltaf vera að missa af einhverju, hef því ekki getað slitið mig lausa frá gestunum síðasta mánuðinn.
Jæja, ætla að hjálpa Önnu við baksturinn, hún er búin að baka fyrir heilann her svo ekki hika við að kíkja í kaffi og kökur ef þið eigið séns á því.

miðvikudagur, október 24

Full time job!

Mamma komin og farin, var voðalega gott að fá hana i heimsókn til okkar. Við höfðum það bara huggulegt og tókum lífinu með ró, labbitúrar i bænum og svo bara hangið heima og leikið við litla prinsinn.

Anna kemur svo út um helgina (fyrst til Ástu og svo til mín), búin að tala við hana 3var i dag... sú ætlar aldeilis að spilla okkur með bakstri og luxus meðferð - hún er yndi :o)

Annars er lítið í fréttum, ég er búin að vera hálf lasin en er á bataleið, enn pínu þreytt en litli stubbur svaf loksins betur í nótt... vona að það verði að vana. Greyið er búinn að vera með allskonar smákvilla en ég trúi því að það sé allt að lagast núna.

Annars er það bara full time job að vera orðin mamma! Verð duglegri að skrifa og senda póst þegar ég er kominn betur inn í nýja starfið.

miðvikudagur, október 10

Bara tjill

Já þessa dagana er ekki gert neitt mikið meira en slappað af og gefið brjóst, litli gaur dafnar vel og allir eru í skýjunum. Tengdó er í heimsókn fram yfir helgi og svo fáum við nokkrar smáheimsóknir á meðan, fullt til af fólki sem vill skoða litla kút.

Annars er ekki svo mikið í fréttum hérna úr kofanum.

sunnudagur, október 7

Prinsinn kominn á netið

Já nú er prinsinn kominn á netið. Við eigum ennþá eftir að fínpússa síðuna en endilega kíkjið á hann hérna. Sendið mér bara mail til að fá adgangsorðið.

Við fengum að fara heim af spítalanum á fimmtudaginn. Erum búin að vera bara heima í rólegheitunum. Fyrst fékk sá stutti gulu og augnsýkingu en hann er að mestu leiti búinn að losna við hvort tveggja núna og er allur hinn hressasti. Hann hefur þó allann tímann verið fullur af orku á nóttinni og duglegur við að halda okkur vakandi :o)

Nú bíðum við bara spennt eftir heimsóknum héðan og þaðan, bara að slá á þráðinn ef ykkur langar að kíkja á okkur. Við förum til Köben á morgun i blóðprufu, svo kemur mamma Brynjulfs á þriðjudaginn og verður fram yfir helgi.

Ég er nú ekki líkleg til að skrifa svo mikið hérna næstu dagana, orkan fer í að sinna honum og kanski að skella inn nýjum myndum á hans síðu.

Kveðjur

þriðjudagur, október 2

Stolt modur sinnar


Herna er mynd af litla prinsinum, hann er algjør rokkari eins og sja ma :o)
Fleiri myndir a myndasidunni minni eftir sma :o)
Øllum heilsast vel, mamman tho nokkud verkjud eftir erfidan solarhring. Okkur hlakkar mikid til ad kynnast litla gaurnum og fa ad syna hann.
Eg verd a Rikisspitalanum næstu 2 nætur nema eitthvad breytist.

Prinsinn fæddur

Í nótt klukkan 5:06 fæddist Guggu og Brynjulfi lítill stór prins. Eftir allar mögulegar gangsetningar og fæðingaraðferðir var prinsinn tekinn með bráðakeisara. Prinsinn mælist 4270 grömm og 54 cm.

Öllum heilsast vel í nýmyndaðri fjölskyldunni og pabbinn segir að drengurinn líkist móður sinni : )

Bestu kveðjur,
Ásta móðursystir

fimmtudagur, september 27

Ekkert farid ad gerast enn

Vildi bara lata vita ad tho ad thad hafi verid reynt ad skella skvisunni af stad i dag er ekkert farid ad gerast enntha og thetta verdur bara gert hægt og rolega. Tekur oft langann tima thegar er att vid svona fyrir settann dag. A ad mæta aftur a morgun i sømu pillu og i dag og ef thad virkar ekki verdur tekin pasa yfir helgina og svo lagt nytt plan a manudaginn. Thad er liklegast ennhta langt i ad barnid komi i heiminn, lofum ad lata vita thegar eitthvad gerist.

sunnudagur, september 23

Ljosmyndasyning

Vildi lata ykkur vita ad Ove Aalo, madurinn sem er giftur systur pabba Brynjulfs og tok allar brudkaupsmyndirnar okkar er ad halda ljosmyndasyningu a Islandi. Hann er nuna ad syna a Skriduklaustri fyrir austann en fra 6.okt (frekar en 5.okt) verdur hann ad syna i Norræna husinu.
Endilega skellid ykkur og skodid myndirnar hans :O)

föstudagur, september 21

allt ad fara ad gerast

Thad styttist heldur betur i komu litla ungans. Litla krilid er vist ekkert litid heldur bara frekar stort og var thvi akvedid i gær ad eg yrdi sett af stad 27.sept thegar unginn er ekki nema 38 vikna krili. Vid fengum pinu sjokk, heldum ad vid hefdum enn nægan tima til ad redda hinu og thessu og undirbua okkur fyrir komu barnsins. Vid erum nuna nokkurnvegin ordin stillt inn a thetta tho ad ekki se laust vid sma kvida, leist ekki vel a thetta i gær!! Thad ma nu reikna med ad thetta geti tekid nokkra daga, en thad koma frettir fra okkur um leid og eitthvad verdur i frettum :o)

föstudagur, september 14

Bara ad hanga

Bid spennt (eda thannig) eftir ad Ilva folkid komi nu bradum med husgøgn handa mer... Hefur farid ansi mikill timi sidustu vikur i ad bida heilu og halfu dagana eftir ad einhver komi med eitthvad i kotid til okkar. En tha hef eg ad minnsta kosti eitthvad ad gera. Milli 8 am og 17 pm finnst mer tho ekki vera serstaklega nakvæm timamørk...

Nu er rigning og frekar haustlegt vedur, var sumar i gær en eg alpadist til ad vera innandyra mestallann daginn. Sunna kikti yfir og vid heimsottum Steinu og litlu prinsessuna, hun er svo fin og sæt, hlakka mikid til ad fa eitt svona krili i fangid bradum:o)

Svo fekk eg ad skoda allar framkvæmdirnar heima hja Sunnu... verdur ofsalega flott hja theim thegar thetta er buid en nuna er frekar mikid kaos heima hja theim. Vid forum svo i olettusund i DGI byen, heitalaugin var lokud utaf sma "slysi" i ungbarnasundinu fyrr um daginn, en vid klumpudumst afram med svaka kork kuta i einhverskonar Aquajogging i storu hringlaga lauginni i stadinn. Mer leid eins og i 2.bekk a Siglo, thegar eg var su eina sem kunni ekki ad synda og skildi ekki hvad Regina var ad fara med thetta "kreppa"alltaf hreint, en svo sa eg ad thetta gekk alveg jafn brøsulega hja hinum kulunum.

Ætla ad kikja yfir til Svithjodar thegar husgøgnin eru komin, stefni a spilakvøld med Astu og Ama og svo verslunarferd a morgun. Hljomar thad ekki bara vel?

miðvikudagur, september 5

nyjar myndir

Vildi bara segja ad eg er loksins buin ad henda inn nokkrum myndum fra Islandi og svona. Hægt ad skoda thær her.

Ætla heim um jólin

Ákvað það i gær að ég ætla heim til Íslands um jólin, það verða komin 4 ár frá því að ég hélt síðast upp á jólin heima á fróni. Gott að vera búin að ákveða það, fékk meira að segja frekar ódýrann miða og allt :o) Binni kemur svo þegar hann getur en hann veit ekkert hvernig hann verður að vinna/í skólanum/í prófum.

Já, svo á litli frændi afmæli i dag, Hafsteinn eins árs, tilhamingju með það :o) Anna María er víst á leiðinni hingað á mánudaginn, sendi knús á hana þá bara.

Annars lítið i fréttum, stundum svolítið erfittt að hafa svona mikið frí. Ætti kanski að sópa rykið að húsmæðrahæfileikunum, tek samt á móti öllum uppástungum.

laugardagur, september 1

Komin heim til Helsingör

Það er alltaf gott að koma aftur heim til sín, reyndar held ég að þetta sé i fyrsta skiptið sem mér finnst ég eiga heima hérna i Helsingör. Búið að vera hálf asnalegt að búa hérna þegar það er allt undirlagt af verkamönnum og allt á hvolfi.
Þeir eru reyndar búnir að gera voðalega lítið þennan tíma sem við vorum á Íslandi, vantar ennþá skápa i eldhúsið og fúgur milli flisanna i ganginum og við erum ennþá með stærðarinnar gat i einum veggnum og ég ætla ekki að minnast á garðinnn okkar. En núna ætlum við ekkert að láta það á okkur fá og erum bara að vinna i því að setja allt okkar dót þar sem við viljum hafa það og koma okkur fyrir og það er strax orðið huggulegra hjá okkur. Held að þetta verði bara voðalega fínt þegar fram í sækir.

Það var yndislegt að vera á Íslandi en tíminn leið bara alltof fljótt. Gaman að hitta þá sem við náðum að hitta en alltof margir sem féllu í hinn hópinn. Finn að ég kann miklu betur að meta Ísland þegar ég bý þar ekki lengur. Náttúran, sundlaugarnar, maturinn og auðvitað fólkið! Ekki verra að það var dekrað svo mikið við okkur, ég kann mjög vel við það :o)

Núna er svo komin tími til að vinna í allskonar praktískum hlutum sem hafa legið á hakanum lengi, ég er búin að vera á flegiferð alla vikuna í allskonar útréttingum, skoðunum og heimsóknum. Hef farið til Köben núna daglega síðustu vikuna, held því áfram í dag en ætla svo að taka næstu viku meira með ró. Ætla að setja inn myndir á netið, svara pósti, laga til í pappírum, hitta fólk og kanski kíkja á Ástu og co i Lundi. He he... ef mér bara tekst að gera eitthvað af þessu :o)

Steina og Jesper eignuðust litla prinsessu á miðvikudaginn og ætlum við að kíkja á þau á morgun, hlakka mikið til þess og i kvöld ætlum við Guggurnar að hafa það kosy saman fyrst karlarnir eru uppteknir annarstaðar.

mánudagur, ágúst 13

Komin heim a klakann


Æðislegt að vera komin heim til Íslands!!

Komum seint a föstudaginn og gerðum ekkert annað en að koma okkur fyrir hjá mömmu. Laugardagurinn fór allur i að gæsa Lárey vinkonu sem er að fara að giftast honum Baldri næstu helgi. Þetta var fínasti dagur þrátt fyrir nokkur "smá" óhöpp sem mest lentu á aumingja Unu Dögg. Meira um það allt seinna. Ég skemmti mér amk vel og held að hinir hafi gert það líka.

I gær nutum við Brynjulf bara blíðunnar, fórum i göngutúr og í sund og fengum svo mömmu með i bæjarferð. Seinna kíktum við svo í kaffiveislu til Dagnýjar og Skúla og hittum þar Þóru og Grétar. Allt voða gaman :o)

Nú erum við svo að koma okkur í startholurnar, ætlum norður til Pabba heldur óhefðbundna leið. Kíkjum inn í Landmannalaugar núna á eftir og ætlum vonandi að gista þar, tökum svo sprengisand norður á Akureyri og lendum á Sigló einhverntímann á næstu dögum. Stefnum svo á að vera komin aftur suður seinast föstudag. Svo á bara að hitta vini og vandamenn og auðvitað fara í heljarinnar veislu á laugardeginum :o) Heyrumst!

mánudagur, ágúst 6

Loksins sumar

Loksins fann sólin okkur aftur... meira hvad hún er búin ad láta bída a eftir ser.
Eyddi fyrripart helgarinnar med Ástu systir og Elsu Bjørg, eyddum frekar miklum tíma í ad gera óskalista fyrir Bostonferd Ønnu systir en tókum heldur betur a thví med endalausum gønguferdum á laugardeginum.
Sunnudeginum vardi ég i gódum félagskap med Sunnu en vid kaffihúsudumst og røltum um i góda vedrinu. Svona ættu allir dagar ad vera :o) Heill dagur bara ad láta sig reika um bæinn.

Nú eru svo bara 5 dagar eftir í vinnunni... langar samt miklu meira ad vera úti fyrst sumrid er loksins farid ad láta sjá sig. Vikan fer líklega mest i ad undibúa ferdina heim, pakka saman hérna úr vinnunni og reyna ad reka á eftir smidunum. Ætla samt ad kíkja til Køben á fimmtudaginn og hitta Alísu. Svo verdur thad bara home sweet home a føstudaginn :o)

mánudagur, júlí 30

Elsa a afmæli


Elsa Bjørg Ámundadóttir a afmæli i dag, oska skvisunni innilega til hamingju med daginn og thakka fyrir goda veislu i gær :o)

Nu ekki nema 2 vikur eftir i vinnu i sumar.... heldur betur farin ad telja nidur dagana fram ad Islandsførinni. Verdur svo gott ad sja vini og vandamenn!

þriðjudagur, júlí 24

Rain, rain and more rain

Rigning, endalaus rigning! ekki mikid spennandi fyrir Knut sem er i heimsokn. Kemur eflaust super vedur thegar eg fer til Islands. Tekst alltaf ad vera a vitlausum stad a vitlausum tima.

Annars fint i frettum, Brynjulf kominn heim fra Fyn og smidirnir eru farnir ad lata sja sig :o)

fimmtudagur, júlí 19

Sumt og ekkert

Ekki enntha komin med internetid heim og ætla ad kenna thvi um bloggletina undanfarid.

I dag eru 8 vikur fra vid fluttum i nyja husid og a theim tima attu smidirnir og their adrir sem ad husinu okkar koma ad ganga fra øllum lausum endum. Haldidi ad their hafi stadid sig?? Think again, thad er nanast ekkert buid ad gera og min er ordin frekar pirrud. Ma ekkert vera ad thvi ad standa i svona veseni. Langar bara ad koma mer almennilega fyrir heima og njota sumarsins.

Eg er vodalega anægd i nyju vinnunni, thad er svo gott ad eiga fri a kvøldin og um helgar og svo eru kollegarnir vodalega næs vid mig. Nu a eg samt ekki svo langt eftir thar sem eg fer i mædraorlof 10.agust.

Friid leid alltof fljott, ætla ekkert ad vera ad fara mikid uti Kroatiu ferdina, lentum i svaka hitabylgju og svo var eg svo sjoveik ad eg var half sljo alla ferdina. Samt voda flott og gaman ad prufa thetta.
Thad var voda flott i Stockholmi, ætla pottthett aftur thangad i verslunarferd thegar eg verd buin ad na af mer "fordanum" eftir thetta barneignarpot :o)
Annie spillti okkur svo alveg i Ålandseyjum, vorum mest bara i heimsokn hja theim og minna ad turistast, nadum samt ad skoda nokkra kastala og fara a strøndina og svona.

Nu er Brynjulf ad vinna a Falster, eg bara grasekkja a medan. Hef saknad hans fullt en hef samt notid thess ad hitta Astu og co og skella mer til Svithjodar, leika vid stelpurnar og dunda mer ad minum hlutum a medan. A eftir ætlum vid skvisurnar i picknic i Kongens Have ef vedur leyfir, sol hja mer nuna en ekkert hægt ad treysta a thad. Mer finnst ekki vedrid skipta neitt minna um her en heima a Islandi.

Ja og svo i lokin, tilhamingju med afmælid litli brodir :o)

þriðjudagur, júní 26

Kroatia

Komin til Kroatiu i siglinguna miklu. Maettum i Kastrup kl 04.00 eftir 3 tima lur, en vid erum ad tala um ad eg se a ferdalagi thannig ad hvad er betra vid haefi en ad ferdin byrji med 10 klst seinkun. Thegar vid nadum fram til Split voru allar rutur haettar ad ganga, svo vid tokum taxi 230 km til Dubrovnik. Fundum thau sem vid aetludum ad sigla med og komum okkur fyrir i batnum.

Thad var ekki nema rumlega 30 stiga hiti fyrsta daginn, og svei mer tha ef thad var ekki jafn heitt um nottina. Ekki kolnadi thad annan daginn, og thad endadi med ad eg og Binni fengum okkur hotel med loftkaelingu 3 nottina (enda min ekki buin ad sofa nema 3 klst i 3 solarhringa). Thad er afskaplega fallegt herna og folkid er mjog vinalegt. Baturinn er svaka skuta 50 fet og med 4 svefnherbergjum, en thar sem thad er svo ottalega heitt um bord og eg er thekkt fyrir ad vera sjoveik, vorum vid ekki alveg viss hvernig thetta myndi ganga. Enda vard eg ad fa fri fra batnum nuna i solarhring, aeldi eins og mukki alla siglinguna i gaer thratt fyrir sjoveiki toflur og allskonar kellingarad. Hittum lidid aftur a morgun og tha a ad reyna a thad aftur ad sigla.

Binni a svo afmaeli a morgun, svo vid aetlum ad gera eitthvad skemmtilegt, i dag sloppudum vid bara af a strondinni og B reyndi fyrir ser a seglbretti og thad kom mer ekki a ovart ad hann er drullugodur i thvi lika.

Meira seinna, aetla ekki ad hanga inni i goda vedrinu.

þriðjudagur, júní 19

Tja...

Vid erum enn ekki komin med netid, svo thad verdur ad nyta allar eydur i vinnunni til ad skoda post og halda sambandi vid umheiminn. Vid erum kominn med tækin og tolin til ad tengjast en thad geta alveg lidid 4 vikur i VIDBOT thangad til vid verdum tengd. Annars førum vid hægt og rolega ad vera buin ad koma okkur fyrir i nyja husinu. Vantar ad setja upp allar myndir og finna eitthvad undir sjonvarpid.

Hildur og Sunna ætla ad kikja a mig eftir vinnu, fint ad fa heimsokn i sveitina og alltaf gaman ad hitta skvisurnar.

Svo er eg buin ad koma mer i stjorn i "husfelaginu", ekkert sma mikid sem tharf ad koma i verk thvi kallarnir sem byggdu husin okkar voru ekkert svo mikid ad vanda sig og margt er hreinlega ekki gert eftir settum reglum bara til ad skila a rettum tima (sem var reyndar 9 manudum of seint!!) Alltaf verid ad reyna ad svindla a manni. Min svaf svo ekkert alla nottina, en eg held ad thad se frekar kaffinu a fundinum ad kenna en ekki ahyggjum yfir kofanum.

Nu er heldur betur buid ad styttast i sumarfri hja okkur, vid førum til Kroatiu ad sigla a laugardagin og verdum i viku. Eftir millilendingu og kandidatsveislu a laugardeginum thar a eftir høldum vid svo afram til Stockholm og Ålandseyja... get ekki bedid eftir ad komast i fri.

Ja, ekki ma gleyma ad oska Ønnu litlu sys til hamingju med studentinn :o)

mánudagur, júní 11

ad kafna

30 stiga hiti og sol... eina vesenid er ad eg er læst innan dyra og fæ ad svitna her i stadinn fyrir ad borda is a strøndinni.

Tekid a thvi a næstunni, hverjir vilja med i strandarferd?

mánudagur, júní 4

Flutt en ekki i sambandi

Vildi bara lata vita ad vid erum flutt i nyja husid. Smidirnir mattu nu ekki alveg vera ad thvi ad klara thad alveg svo vid faum reglulega heimsoknir thar sem their trampa um allt a skitugum skom og gera vid eitthvad smotteri. Ordin frekar leid a ad thrifa eftir thessa kalla.

Vid erum svo smatt buin ad koma okkur fyrir, erum ad vinna i ad setja upp ljos nuna, en Binni kemur svo seint heim ad vid naum ekki nema 1 ljosi a dag adur en grannarnir kvarta yfir hafada... enda allir med børn a aldrinum 0-3 ara. Verdur fint i haust en er ekki ad hjalpa vid innflutninginn. Mer list bara vel a nyja kofann og hlakka til ad fa fullt af gestum a næstu manudum.

Mesta vesenid nuna er ad vid thurfum ad bida i 4 til 8 VIKUR eftir ad fa nettenginu og er eg thvi heldur betur einøngrud i sveitinni thessa dagana. Siminn minn virkar samt enntha fyrir tha sem thurfa ad na i mig. Er nuna ad stelast til ad kikja a post i vinnunni en eg er enntha bara sukko herna a heilsugæslunni, a ad fa alvøru sjuklinga sjalf næsta vinnudag.

Jæja, er ekki med samvisku i meira blogg i bili. Heyrumst

fimmtudagur, maí 17

bara svona

Loksins frídagur! Ásta og Elsa litu yfir sundið í dag til að heilsa upp á skvísuna en ég var ekki skemmtilegri en svo að þær liggja núna steinsofandi uppí rúmi hjá mér. Pabbi sendi hangikjöt til okkar síðustu helgi svo nú á að halda íslenska veislumáltíð á sjálfum þjóðhátíðar degi norðmanna :o) En ætli kallinn verði nú samt ekki sáttur við það.

Annars er lítið að frétta. Það átti eftir að ganga frá ansi miklu þegar við kíktum á húsið i seinustu viku en þeir lofa því að við getum flutt inn næstu helgi. Reyndar ekki víst hvort að það verði komið rétt eldhús innrétting inn og að allir litlu gallarnir verði komnir í lag en við verðum víst að láta reyna á það engu að síður. Ég hlakka amk mikið til að flytja i stærra húsnæði.

Mamma kemur svo eftir viku og ætlar að hjálpa okkur að flytja, hittum hana samt líklega strax á sunnudaginn og fáum íslenskar kræsingar af dömunni uppí flugstöð en hún millilendir hérna þá.

Skódinn er alveg dáinn, var skilað á föstudaginn og er líklegast núna allur í bútum. Thannig að mín er komin aftur á hjólið sem er kanski öllum fyrir bestu þar sem ég var farin að stækka aðeins of hratt upp á síðkastið :o)

Nóg í bili... meira seinna

fimmtudagur, maí 10

allt ad hruni komid

Jamm, fyrst billinn... nu eru bremsurnar farnar og vid faum ekki skodun a bilinn nema ad vid gerum vid bodyid og thad kostar meira en billinn svo hann er a leidinni a haugana nu i vikunni og viti menn... haldidi ekki ad thad eigi ad gera vid lestarteinana milli Helsingør og Kbh nuna fra midjum mai og i allt sumar sem thydir seinkun um ca 30 minutur a leidinni - Ædi!!

Jamm... svo er talvan min algjørlega osamvinnuthyd, hun gefst bara upp a øllum verkefnum ca minutu eftir ad eg kveiki a henni, en virkar fram ad thvi og eg sem var ekki buin ad brenna neitt af myndunum sidasta halfa arid, var ad fara i thad i dag thegar hun akvad ad syna motthroa.

Svo er husid okkar ekki alveg tilbuid og frekar mikid af smagøllum her og thar, verdur gaman ad sja hvort vid getum flutt inn 26.mai eins og planad.

Annars er bara gott hljod i mer, gengur bara vel hja okkur, pinu threytt a vinnunni en ekki nema3 vikur eftir á medicin svo thad er bara ad halda thad ut. Vedrid er buid ad vera ædislegt en nu er aftur komin rigning og rok og spain heldur thannig afram.

sunnudagur, apríl 29

Betri tímar


Eins og oft áður fór ég til Svíþjóðar um helgina, Binni kom svo á eftir mér föstudagskvöldið. Það er alltaf jafn gott að koma og kíkja á litlu fjölskylduna hinum megin við sundið og eins og oft áður var mikið spilað, spjallað og spist :o)

Það stóð annars til að fara yfir gallana í nýja húsinu á föstudaginn en viti menn, haldiði að þeir hafi ekki bara frestað því því þeir eiga alltof mikið eftir, það á eftir að koma mér á óvart ef við fáum að flytja inn daginn sem það stendur til. En í staðinn fékk ég frí heilan dag sem fór svo í að bíða á Kastrup... nei nú verð ég að hætta að pirra mig á þessu.

Það var nú alveg þess virði að kíkja yfir i góða veðrið eins og sjá má. Fórum líka að gefa öndunum niðri í bæ og fengum smá sól á kroppinn og Anna og Abbi voru auðvitað líka með í för. Anna er orðin ansi myndarleg enda bara mánuður í erfingjann.





Sem betur fer er ekki allt jafn svart í dag, átti fínasta dag etir ad dsb böggaði mig uppúr skónum.

Hitti Dagnýju og co aftur í dag áður en þau draga aftur til Íslands á morgun. Þau hafa verið hérna i rúma viku og ég hef náð að hitta þau oftar en einu sinni. Þessi vika jafnast alveg á við hitting síðustu 3 ára held ég bara :o) enda ekki létt að halda sambandi við fólk sem býr í Tokyo. Þau eru sem betur fer að flytja til Íslands aftur svo nú ætti þetta að vera léttara. Næsti hittingur bara strax i ágúst.

Svo áttum við bráðavakta skvísurnar date á ströndinni i dag, en skilaboðin fóru forgörðum og við vorum bara 2 sem vissum hvar og hvenær það átti að hittast og því bara við Hildur sem hittumst. Var samt gaman að hitta Hildi og spjalla svolítið, en ég held við plönum þetta betur í næsta skipti :o)

Já og aftur til hamingju með stórafmælin elsku Valdís og Anna systir!!

Eg hata DSB

DSB... de danske stadsbaner er efst á lista yfir þá sem mér er illa við þessa dagana.

Fyrst seinkar mér um næstum 2 tíma á leiðinni til Lundar á föstudaginn... yfir klst bið á Kastrup því háspennulína datt niður og gaf lestinni minni svaka stuð og stoppaði alla umferð yfir brúnna. Á laugardaginn toppa þeir það svo með að lestin stoppar inni í göngunum við Norreport og dyrnar opnast en ekki séns að komast út því við erum langt frá sporunum, það munaði engu að ég hefði fleygt mér út um dyrnar og lent beint á teinunum... sama sagan á næstu stoppusöð en svo komumst við út úr lestinni á þriðju stöðinni langt frá hjólunum okkar...
Í dag toppar svo allt, ég eyddi 20 mínútum í að reyna að nálgast klippikort á Nörreport en ekkert af sjálfsölunum virkaði, og fékk svo loksins miða eftir að hafa staðið i langri biðröð og misst af fullt af lestum, rétt náði að hoppa inn í lest en gleymdi að klippa (i fyrsta skipti á ævinni) og viti menn, þar biðu mín lestarkallar sem sektuðu mig um næstum 8000 ísl krónur.

Skil enn betur afhverju allir danir hjóla!

þriðjudagur, apríl 17

Sumar i kbh

Búið að vera frábært veður hérna síðustu dagana. Eftir langa vinnu viku eyddi ég öllum sunnudeginum úti i Kongens Have med Siggu sumarblómi og Höbbu pæju og það er komið þvílík sumarstemmning i liðið. Mig langar helst að vera bara i fríi núna alla daga og hanga bara úti í sólinni. Var veik heima í gær og stalst úti garð þegar ég gat ekki sofið fyrir látum, fékk Guggu, Ævar (afmælisbarn) og Jakob í heimsókn í sólina... sem betur fer vita þau ekkert um það i vinnunni :o)

Það eru bara ansi margar kvöld og næturvaktir framundan... ég verð alveg skrýtin eftir svona vaktir því mér finnst ekki létt að sofa á daginn í sólinni þegar gríslingarnir eru á hundraði hérna úti i garði.
Svo á fimmtudaginn (fyrir næturvagt) er ég að fara að hitta lækninn sem ég verð að vinna hjá i sumar, þau eru reyndar 3 saman i praksis en ég hef grun um að hann stjórni öllu meira eða minna. Ég er nú þegar búinn að svekkja hann með að segja honum frá því að mín sé að fara i 2 vikna frí í lok juni, byrjun júli og núna fær hann svo í hausinn að ég fari líka í barnseignarfrí áður en ég er hálfnuð með tímann hjá honum. Ég verð heldur betur að sjarma hann upp úr skónum á fimmtudaginn, allar góðar hugmyndir vel þegnar.

Svo er Dagný að koma með alla strákana sína um helgina og verður rúma viku. Ég hlakka svo til að sjá hana og nýjasta fjölskyldumeðliminn ;o) Gaman gaman!

fimmtudagur, apríl 12

Tja

Ekki alveg búin að vera nógu dugleg í blogginu, viðurkenni það alveg. Í þetta skiptið vegna anna og ekki vegna þess að ég hafi ekkert að blogga um :o)

Mamma kom i heimsókn fyrir páska og var æðislegt að fá að dunda sér aðeins með henni. Tíminn flaug bara svo svakalega hratt og áður en ég vissi af var hún farin aftur heim. En hún ætlar að koma aftur i lok mai og hjálpa okkur að flytja.

Páskarnir fóru svo í páskaeggjaát og i steinasteik hjá Gunnu granna. Munaði minnstu að við hefðum kveikt í öllu húsinu. Einhverra hluta vegna gleymdist öll varúð þegar við fylltum a sprittkönnurnar undir steininum og áður en við vissum af logaði i borðinu, gólfinu, gardínunum og geisladiskunum hennar... Binni var skjótur að taka við sér og náðum við að ráða niðurlögum eldsins eins og skot. Þurftum ekki meiri skemmtiatriði það kvöldið!

Já, svo er búið að vera nóg að gera i vinnunni, ég er alveg búin á því þegar ég loksins kem heim að loknum vinnudegi, endist stundum i göngutúr um söerne og einstaka sinnum í ræktarferð með Sunnu, stóð til að vera dugleg i dag en það endaði i ísferð á Paradís og kaffihúsaheimsókn. Ég ætti að skammast mín!
En ég er komin með súper afsökun á allri leti og þreytu, ég er orðin ófrísk og allir lestir eru yfirfærðir beint a barnið :o) Barnið vill hvíla sig, fá ís, sofa, borða mikið og svo framvegis...

sunnudagur, mars 18

Bloggleysi

Bloggleti eða tíðindaleysi, ekki hægt að segja með vissu hvað veldur því að stelpan bloggar ekki.

Það er nú ekki mikið í fréttum þessa dagana nema þá helst að við fengum nokkra fína vordaga þar sem það hélt mér gangandi í vinnunni var að vita að ég gat farið beint á Sankt Hans torg og fengið mér Paradís-ís eftir vinnu... fullt af sól og næstum peysuveður.
Auðvitað varir svona ástand ekki lengi og núna er aftur farið að rigna og það er hvasst og kuldalegt úti. Fegin að við vorum of löt til að skipta um vetrardekk því það er aftur spáð snjó og kulda. Trúi því samt að næsta vorveður verður varanlegt!

Svo er búið að ríða yfir bylgja af stórafmælum hjá æskuvinunum, einu sinni þekkti ég fólk sem átti afmæli alla dagana i mars.... núna búin að missa samband við marga en man alltaf eftir afmælisdögunum þeirra. Óska þeim öllum til hamingju :o)

Gunna granni átti svo afmæli i fyrradag og hélt upp á það i gær. Fínasta partý og það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hvað hún kemur mörgum inn í íbúðina sína sem er akkúrat jafn stór og okkar íbúð. Var líka ekki leiðinlegt að hitta Rakel Run sem var komin alla leið frá Hvammstanga til að heimsækja afmælisbarnið.
Búin að vera í fríi alla helgina en hef ekki verið neitt sérstaklega aktív, fór í bíó með Guggu O föstudagskvöldið, þreif kofann og fór í ræktina í gær og er bara búin að hanga í dag, skoða póst og hringja i fólk, ætla nú samt aðeins að kíkja út, ekki hægt að hanga bara heima þó það sé næs að ná að slappa svolítið af.

mánudagur, febrúar 26

Tja

Allt buid ad vera a kafi i snjo herna (amk a dønskum mælikvarda) og bilar utum allar trissur thvi enginn kann ad keyra i snjo... meiri vitleysingarnir!

Annars bara litid ad fretta af stelpunni, vinna, sofa, borda, vinna og sofa. Hlakka til sumarsins, tha verd eg alltaf med fri a kvøldin og um helgar og vonandi med orku til ad gera eitthvad af viti.

For til Sverige um helgina, Asta atti afmæli og thad var haldid upp a thad med glæsibrag. Laugardagurinn for svo i thorrablot og ball med sixties... skemmti mer furdulega vel en komst ad thvi ad eg thekki ordid litid af islenska djammlidinu... folk er flutt aftur heim eda komid med fjølskyldu og svona, ja eda bara bædi. Ja og svo vorum vid ad missa af henni Ingu Jonu heim til Islands, hun ætlar ad taka kandidatinn thar, sem er ekkert svo vitlaust, eg væri td buin hefdi eg gert slikt hid sama en i stadin er eg bara halfnud.

Jamm... ju frettir, var ad kaupa mida til Islands i sumar. Takid fra 10 til 25 agust :o) Jibbiiii

miðvikudagur, febrúar 14

Flensa skensa

Jebbídí, stelpan bara búin að liggja með flensu i nokkra daga. Gerði þá vitleysu að mæta i vinnu um helgina þó að ég væri orðin veik og auðvitað varð ég bara veikari. Er hægt og rólega að ná mér svo ég ætti að vera komin á lappir um helgina.

Annars bara engar fréttir héðan, vildi bara láta vita að mín er á lífi.

Jebb... óska Sólveigu svo innilega til hamingju með öll þrátíu árin á morgun!! Fer að styttast í þetta hjá manni sjálfum og samt finnst mér ég alltaf vera sami krakkinn :o)

miðvikudagur, janúar 31

Gaman gaman

Heldur betur komið annað hjóð i skvísuna, voðalega sátt við allt og alla í dag, enda síðustu dagar búnir að vera meira næs en hitt. Verð samt að viðurkenna að tvær vaktir í röd tæra svolítið á manni.

Anna systir kom í heimsókn til okkar Ástu um helgina og tók sinn heittelskaða með, þannig að við systurnar áttum saman góðar stundir og ekki bara í búðunum í þetta skiptið :o)
Annars virka svona stopp alltaf og stutt og það er ofsalega erfitt að þurfa að mæta í vinnu þegar maður er ennþá með gesti og að koma heim að tómum kofanum.

Þar áður fór ég í þessa fínu útskriftarveislu hjá Ingu Jónu. Rosa góður matur, góð stemmning og svo er ekki verra að maður þekkti alla sem í veislunni voru. Stundum hlakka ég næstum jafn mikið til að hitta vini vina minna eins og að hitta sjálfa vinina!
Eini mínusinn á þessari helgi er að ég missti af útskriftarpartyinu hennar Sunnu vinkonu.

Nú er ég svo á leið i skíðaferð til Noregs, kom beint heim úr næturvakt í að pakka og svo er bara að skunda af stað. Held að ég sé komin með það mikilvægasta niður i töskurnar og er búin að redda sjóveikitöflum þannig að þetta ætti að enda vel. Amk verður það gott að þurfa ekki að mæta i vinnu i nokkra daga. Lífið er ljúft!

fimmtudagur, janúar 25

bara klesst a mann

ja, og svo er ekkert verid ad lata mann vita. Min bara ønnum kafin vid ad vinna og sinna veika folkinu thegar einhver jolasveinn keyrir inn i hlidina a bilnum minum og lætur sig svo hverfa an thess ad vera neitt ad lata vita eda skilja eftir nummer eda thviumlikt. Heimurinn versnandi fer.

Annars ætladi eg nu bara ad oska Ingu Jonu og Sunnu, nybøkudum læknum, til hamingju med afangann :o) Thid rokkid stelpur!!!

föstudagur, janúar 12

Loksins föstudagur!!!


Lengi búin að bíða eftir þessum degi, fyrsti frídagurinn i langann tíma og mín átti von á skÁSTU systir í heimsókn með litlu skvísuna. Ég hafði ekki séð þær síðan i byrjun des en þær voru sjálfum sér líkar, nema að sú litla var orðin stór og sú stóra var orðin litil (amk mjó) :o)

Við ætluðum nú bara að sitja heima, spjalla og taka því rólega en enduðum báðar með poka fulla af nýju dóti sem einhvernveginn rötuðu upp i hendurnar á okkur. Ásta varð aðeins að stytta ferðina því hún átti víst sjálf von á gestum og síðan er ég bara búin að dunda mér heima.

Ég verð að vinna um helgina en hugsa að ég skreppi yfir sundið á mánudaginn til að kíkja betur á skvísurnar og spreða smá pening á útsölunum í Sverige. Það er stórhættulegt að vinna bara venjulega vinnuviku, maður fær minni pening því það er engin yfirvinna og svo er svo mikill tími í að eyða því litla sem maður þénar... ussusvei

sunnudagur, janúar 7

same old same old

Jamm.. ekkert ad frétta af mér i þetta skiptið.

Sunnudagskvöld eru hálf skrítin, maður er enn i fríi en gerir sér alltof vel grein fyrir því að það er vinna á morgun og finnst þess vegna ekki eins og svo sé. Nú er það svo sérstaklega slæmt því ég á vagt á morgun. Það er alltaf klikkað að gera á mánudögum, fólk kemst loksins til heimilislæknis og við leggjum inn ca 3 sinnum fleiri en á venjulegum dögum.
Ekki róleg byrjun á vikunni það.

Helgin var fín, eyddi föstudagskvöldinu með Sunnu og Ingu i notalegheitum. Matur, video og fullt af skvaðri. Laugardagurinn fór í að lesa i skólabókunum og svo fórum við Gugga á Mexibar og sötruðum jarðaberja margarítur frem eftir kvöldi. Fannst ég nú ekki hafa drukkið mikið i gær en ég er mjög meðvituð um það i dag :o) Svona er lífið víst, ekkert er ókeypis!

Annars er ég voða spennt, Ásta systir snýr aftur til Svíþjóðar á morgun eftir mánaðar fjarveru, og ég vonast til að sjá hana sem fyrst. Er samt að vinna dagvinnu fram að helgi svo það verður varla fyrr en á föstudag. Svo styttist alltaf i að Anna sys komi og heimsæki okkur i sinni árlegu janúarferð. Verður farið hart i búðir þá dagana, eins gott að ég slaki á í útsölunum núna ;o)